Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 29
Adrepur skeytir Iítt um að bera í bætifláka fyrir þýðingarnar. Leggur hann megin- áherslu á að honum hafi tekist að koma þessum sem og öðrum þýðingum á framfæri og stuðla þannig að kynningu bókmennta okkar. Þótt framtak Sigurðar sé lofsvert, þá tel ég að varast beri að ætla bókmenntaþýðingum fyrst og fremst hlutverk skammtíma-kynningar á höfundum okkar og er sammála Helgu um að leggja beri megináherslu á vandaðar þýðingar; þær munu ætíð duga okkur best sé gægst handan við líðandi stund. í 3. hefti TMM 1983 skrifar Kristján Arnason prýðilega og tímabæra grein um ljóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar („Hnattferð með Helga“), en í næstu tveim heftum birta tveir af helstu prósaþýðendum okkar greinar þar sem þeir velta fyrir sér reynslu sinni og stöðu sem bókmenntaþýðendur. Líta þeir þýðingar um sumt afar ólíkum augum. Guðbergur Bergsson átelur þá sem finna þýðingum það til foráttu að á þeim sé þýðingabragur: „þýðing getur aldrei orðið annað en þýðing.“ („Um þýðingar“, 5/1983, bls. 497) Er þó ekki ljóst hvað Guðbergur á við, því hann afneitar með öllu orðréttum þýðingum (498). Þorgeir Þorgeirsson telur að stíll flestra íslenskra þýðinga sé „hinn dæmigerði skjögrandi þýðingarstíll." („Um þýðingarleysi“, 1/ 1984, bls. 81) Lýsir hann þýðingu sem langdreginni orrustu tveggja tungu- mála og eins og margir þýðendur sem vilja vanda til verka skrifar hann alla þýðinguna upp tvisvar. Heldur brá mér í brún er hann kvaðst leggja frumtextann til hliðar í seinni viðureigninni svo að hann „trufli ekki“ og hægt sé að „láta íslenskuna ná yfirhöndinni í þessum átökum." (82) I þessu felst bæði sú áhætta að sveigt sé frá frumtextanum að óþörfu og svo hugsanleg blindni á hvernig frumtextinn geti sveigt þýðingarmálið til aukinnar tjáningarhæfni (án þess ég sé að segja að þetta þurfi að vera einkenni á sjálfum þýðingum Þorgeirs). Það sem við fyrstu sýn kynni að virðast þýðingarbragur getur verið frjó og nýskapandi meðhöndlun íslensks máls. Undanfarið hef ég svolítið fengist við að rannsaka Shakespeare- þýðingar Helga Hálfdanarsonar og mér finnst að víða þar sem þær rísa hæst í átökunum við íslenskuna hafi Helgi einmitt látið frumtextann beita sig hörðu, ef svo má segja; leyft honum að ryðjast inn í þýðinguna en um leið rutt honum land innan tungunnar. Að þessu leyti hefur Guðbergur lög að mæla er hann segir: „Nálægð útlendingsins er holl hverri þjóð.“ (500) Greinaskrif þessara þýðenda eru hressandi nýnæmi og mikilsverður vitnisburður um viðhorf þeirra til starfs síns. Er vonandi að fleiri þýðendur fari að dæmi þeirra, ekki síst vegna þess að meðvitaðar hugleiðingar (og, ef til tekst, raunveruleg skoðanaskipti) af þessu tagi hljóta að vera þýðendum stoð í starfi. Síðan þessar greinar birtust hafa komið á prent tvær langar ritgerðir um þýðingar. í Skírni 1984 birti ég ritsmíð („Bókmenntir og þýðingar")4 sem ég 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.