Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Síða 29
Adrepur
skeytir Iítt um að bera í bætifláka fyrir þýðingarnar. Leggur hann megin-
áherslu á að honum hafi tekist að koma þessum sem og öðrum þýðingum á
framfæri og stuðla þannig að kynningu bókmennta okkar. Þótt framtak
Sigurðar sé lofsvert, þá tel ég að varast beri að ætla bókmenntaþýðingum
fyrst og fremst hlutverk skammtíma-kynningar á höfundum okkar og er
sammála Helgu um að leggja beri megináherslu á vandaðar þýðingar; þær
munu ætíð duga okkur best sé gægst handan við líðandi stund.
í 3. hefti TMM 1983 skrifar Kristján Arnason prýðilega og tímabæra
grein um ljóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar („Hnattferð með Helga“),
en í næstu tveim heftum birta tveir af helstu prósaþýðendum okkar greinar
þar sem þeir velta fyrir sér reynslu sinni og stöðu sem bókmenntaþýðendur.
Líta þeir þýðingar um sumt afar ólíkum augum. Guðbergur Bergsson átelur
þá sem finna þýðingum það til foráttu að á þeim sé þýðingabragur: „þýðing
getur aldrei orðið annað en þýðing.“ („Um þýðingar“, 5/1983, bls. 497) Er
þó ekki ljóst hvað Guðbergur á við, því hann afneitar með öllu orðréttum
þýðingum (498). Þorgeir Þorgeirsson telur að stíll flestra íslenskra þýðinga
sé „hinn dæmigerði skjögrandi þýðingarstíll." („Um þýðingarleysi“, 1/
1984, bls. 81) Lýsir hann þýðingu sem langdreginni orrustu tveggja tungu-
mála og eins og margir þýðendur sem vilja vanda til verka skrifar hann alla
þýðinguna upp tvisvar. Heldur brá mér í brún er hann kvaðst leggja
frumtextann til hliðar í seinni viðureigninni svo að hann „trufli ekki“ og
hægt sé að „láta íslenskuna ná yfirhöndinni í þessum átökum." (82) I þessu
felst bæði sú áhætta að sveigt sé frá frumtextanum að óþörfu og svo
hugsanleg blindni á hvernig frumtextinn geti sveigt þýðingarmálið til
aukinnar tjáningarhæfni (án þess ég sé að segja að þetta þurfi að vera
einkenni á sjálfum þýðingum Þorgeirs). Það sem við fyrstu sýn kynni að
virðast þýðingarbragur getur verið frjó og nýskapandi meðhöndlun íslensks
máls. Undanfarið hef ég svolítið fengist við að rannsaka Shakespeare-
þýðingar Helga Hálfdanarsonar og mér finnst að víða þar sem þær rísa hæst
í átökunum við íslenskuna hafi Helgi einmitt látið frumtextann beita sig
hörðu, ef svo má segja; leyft honum að ryðjast inn í þýðinguna en um leið
rutt honum land innan tungunnar. Að þessu leyti hefur Guðbergur lög að
mæla er hann segir: „Nálægð útlendingsins er holl hverri þjóð.“ (500)
Greinaskrif þessara þýðenda eru hressandi nýnæmi og mikilsverður
vitnisburður um viðhorf þeirra til starfs síns. Er vonandi að fleiri þýðendur
fari að dæmi þeirra, ekki síst vegna þess að meðvitaðar hugleiðingar (og, ef
til tekst, raunveruleg skoðanaskipti) af þessu tagi hljóta að vera þýðendum
stoð í starfi.
Síðan þessar greinar birtust hafa komið á prent tvær langar ritgerðir um
þýðingar. í Skírni 1984 birti ég ritsmíð („Bókmenntir og þýðingar")4 sem ég
19