Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1986, Side 128
Tímarit Máls og menningar und lífverunnar. Þetta Aristoteliska hugtak hefir verið endurvakið í lífeðlis- fræðilegri nútímaheimspeki (Vitalism- inn), þ. e. allt frá frjóvgun ber lífveran í sér vaxtarmegund til heildstæðrar gerðar tegundar sinnar. I IV. kafla inngangsins setur Sigurjón fram ágrip af sálfræðikenningu Aristo- telesar, ætlað til leiðsagnar við lestur frumtextans. Þessi hugulsemi mun verða vel þegin, því að satt að segja er hið 23 alda gamla rit nútímamönnum ekki auð- veld lesning. Engin þörf er að fjölyrða um þann kafla hér, en ég mun hafa hann í huga, þegar ég vík að nokkrum atrið- um í riti Aristotelesar Um sálina. Að ytri vexti er þetta rit ekki mikið, rúmar hundrað blaðsíður í útgáfu Sigur- jóns. Það skiptist í þrjár bækur eða hluta eins og nú er sagt, en hver þeirra skiptist í stutta kafla um afmörkuð viðfangsefni. Þó að uppbygging ritsins sé rökvís og skipuleg, eru endurtekningar nokkrar. Eins og vænta má gerir Aristoteles í upphafi rits síns grein fyrir psyche-hug- takinu, sem verður þungamiðja í kenn- ingu hans. Því að sálin er í vissum skilningi frumforsenda lífsins. Þess vegna munum vér reyna að íhuga og kanna eðli hennar og verund og því næst alla eiginleika hennar. Sumir þeirra virðast vera sérkennandi fyrir sálina, en aðra er einnig að finna hjá dýrun- um, svo er sálinni fyrir að þakka. (75—76. Sjá einnig neðanmálsgrein.) Þetta merkir að sálarlíf er samþætt lífinu öllu, en þó ekki jafn ríkulega hjá öllum tegundum lífvera. En er sál þá aðeins til í tengslum við líkamann eða er hún óháð honum? Aristotelesi er ljóst að skynjun er hátterni sálarlífs og skynin eru mörg og beinast að ólíkum skynvið- föngum. Og hann spyr: er sálin þá marg- skipt á sama hátt eða er hún ein og heildstæð? Hann ræðir einnig um það, hvort sálin sé á hreyfingu og hvort hún sé hreyfiafl. Um það hafa eldri spekingar sett fram ýmsar kenningar, og raunar ver Aristoteles I. bók rits síns til að meta og gagnrýna kenningar þeirra. Þeir voru háðir kenningunni um frumefnin fjögur: jörð, vatn, loft og eld, sem allir hlutir áttu að vera gerðir úr. Aristotelesi tekst ekki að losa sig fyllilega við þessar for- sendur og því spyr hann. Hvaða efni er ráðandi í sálinni? Iþyngir jarðefnið henni eða upphefur loftefnið hana? Nokkru síðar í I. bók spyr hann: Hvar er sálin og hvað hreyfir hana? Menn tengja sálina líkama og setja hana í hann, en útskýra alls ekki, hver orsök þess er né hvernig þessum líkama er farið. Samt gæti það virzt vera nauðsynlegt. Hvað hreyfir sálina? Slík spurning virðist í fljótu bragði fjarlæg sálvísindum 20. aldar. Nánar skoðað er þetta þó einnig okkar vandi. Vélgengissinninn lætur sér kannske nægja að rafkemisk ferli í heila séu aflvaki og orsök vitund- arlífsins. En þá neyðist hann til að skýra ábyrgðarvitund sannleiksleitandans sem sjálfsblekking, því að vélgengi hlítir að- eins aflfræðilegum lögmálum en ber enga ábyrgð. I lok I. bókar segir Arist- oteles: Ómögulegt er að eitthvað sé sál- inni æðra og betra. Ennþá frekar er óhugsandi, að eitthvað sé huganum æðra. Samkvæmt öllum rökum er hann eðli sínu samkvæmt upphaf- legastur og æðstur (bls. 102). Ur því að sál er frumforsenda lífs, þá er allt líf gætt sál. Með slíkri hugleiðingu hefur Aristoteles II. bók. Allt líf hefir sál: jurtir og dýr og á æðsta stigi mað- urinn. Næringar- og tímgunarhæfni 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.