Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 19
Byltingin, bókmenntirnar og sósíalrealisminn Margir höfðu barist með rauðliðum í borgarastríðinu. Dmítrí Fúrmanov hafði verið pólitískur ráðgjafi þess hugprúða, grobbna og fákæna skæru- liðaforingja, Tsjapajevs, og skrifaði um hann vinsæla bók (1923) sem síðan varð efni í stórfræga kvikmynd, samnefnda. Alexandr Fadejev (1901-1956) studdist við eigin reynslu þegar hann lýsti í „Osigrinum" (1927) flokki rauðliða sem þarf að brjótast úr herkví hvítliða og japanskra hersveita í Austur-Síbiríu. Og ísak Babel (1894-1941) hafði barist með riddaraliði Búdjonnís gegn Pólverjum og hvítliðum áður en hann gaf út einhverja frægustu og umdeildustu lýsingu þessara ára í sagnasafninu „Rauða ridd- araliðið" (1926). Isak Babel var bókaormur og gleraugnaglámur frá Odessu, margfróður Gyðingur og fullkomin andstæða við félaga sína, hina rauðu kósakka, sem óðu eld og blóð þessara ára í undarlegri blöndu af sljórri grimmd og fórn- fúsri samstöðu um háleitar vonir. Þessar andstæður ganga rauðum þræði frá sögu til sögu — stundum mætist hinn bókvísi Gyðingur og byltingar- hermaðurinn í einum manni, eins og í stuttri sögu sem heitir „Sonur rabbíans“. Þar er sögumaður, Babel sjálfur, að róta í föggum deyjandi rauðliða, Bratslavskís, sem er sonur rabbía og finnur þar í einni bendu „umboðsbréf áróðursmannsins og minnisblöð gyðingaskáldsins. Myndir af Lenín og Majmonídes lágu þar hlið við hlið. . . lokkur úr kvenhári var lagður inn í samþykktir Sjötta flokksþingsins og á spássíum kommúnískra dreifirita var þröngt um línur úr hebreskum ljóðum. Blöð úr Ljóðaljóðun- um og skammbyssukúlur hrundu yfir mig eins og dapurlegt regn . . .“ Klausa sem þessi segir margt um þá viðleitni Babels að reyna að höndla í sterkum og knöppum stíl andstæður tímans, grimmd og ljóðrænu hins mikla uppgjörs sem engu eirir. Þær koma fram í máli og stíl, þar sem harð- soðnar atburðalýsingar skiptast á við óvænta „rómantíska“ sveiflu, sem og í þeirri undarlegu blöndu úr safamiklu alþýðumáli og hjálparvana eftirlík- ingu vígorða og ræðumennsku byltingarinnar, sem persónurnar tala flestar. Allt er þetta á sínum stað í sögu eins og „Salt“ þar sem rauðliði einn segir frá því, hvernig hann og félagar hans miskunnuðu sig yfir bóndakonu sem kvaðst vera í raunum með smábarn, en hentu henni úr troðfullri járnbraut- arlest og skutu hana á færi, þegar í ljós kom að hún hafði rangt við — reifa- strangi hennar reyndist vera saltpoki til sölu á svörtum markaði. Sama furðulega blandan af mennsku og grimmd tímans, sem hefur gert morðið að sjálfsögðum hlut er í sögunni „Bréfið“. Þar segir ungur rauðliði í bréfi, sem Babel skrifar fyrir hann, móður sinni frá því hvernig faðir hans, liðs- foringi hjá hvítliðum, murkaði lífið úr bróður hans og lék hann grátt sjálf- an. Og svo frá því hvernig rauðliðar náðu þessum gagnbyltingarföður þeirra bræðra á sitt vald síðar og gáfu sér góðan tíma til að kreista úr hon- TMM II 409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.