Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 77

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Blaðsíða 77
Hláka, frosthörkur, endurskoðun fyrstu sýn virst sæmilega vel lukkaðir og hafa komið sér þokkalega fyrir. En þegar betur er að gáð hafa þær allar beðið ósigur, það sem þær áttu best til hefur hrakist út í horn fyrir langri röð málamiðlana sem smækka menn, niðurlægja, koma í veg fyrir að þeir lifi „eins og samviskan býður“. Einn slíkur er aðalpersónan í stuttri skáldsögu, „Bráðabirgðaniðurstöð- ur“ (1970), Gennadí Sergejevitsj, tækifærissinnaður þýðandi Ijóða sem ort eru á túrkmensku eða öðrum málum sem hann kann ekki sjálfur. Hann er á flótta undan neyslufrekjunni og hundingshættinum í eiginkonu og syni sem virðast hafa glutrað niður hverri ærlegri tilfinningu — en hann gerir sér líka grein fyrir því, að hann er ekki miklu skárri sjálfur, uppgjörið fer út um þúfur, Gennadí snýr aftur heim og loks er sem ekkert hafi gerst. Annar af þessu sauðahúsi er Dmítríev verkfræðingur í „Skiptunum“ (1969). Hann er uppalinn í heimi þar sem enn eimdi eitthvað eftir af ósérplægni og and- legri ráðvendni fyrstu byltingarkynslóðarinnar, en er smám saman að „skipta um“ og taka upp siði þá sem ríkja í fjölskyldu Lenu konu hans, þar sem menn kunna að koma ár sinni fyrir borð, misnota sér sambönd og kunningsskap, gera það gott. Heiti sögunnar er tengt því, að móðir Dmít- ríjevs er helsjúk, og nú vill eiginkonan, sem hefur aldrei getað þolað gömlu konuna, að skipt sé tveggja herbergja íbúð þeirra og herbergi sem gamla konan býr í fyrir þriggja herbergja íbúð — allt undir því göfuga yfirskini vitanlega, að nú geti fjölskyldan öll verið saman eins og einhverntíma áður stóð til. Þetta er ein saga af mörgum um það syndafall að nota annað fólk - Dmítríjev fellst á að nota sér veikindi móður sinnar, hann notar fyrrverandi ástkonu með því að slá hana um peninga sem hann þarf á að halda vegna íbúðabrasksins, hann hefur og notað sér sambönd tengdapabba til að koma sér fyrir í þægilegu starfi, sem í rauninni var ætlað vini hans sem átti í erfið- leikum. Þessar sögur eru ekki þrungnar spennu, miklu heldur lifa þær á galdri hins smáa, á því að höfundur beitir sínum hógværa en áleitna næm- leika til að afhjúpa lágkúru og siðferðilega uppgjöf, sem fela sig á bak við orð og viðbrögð sem við fyrstu sýn virðast sjálfsögð og eðlileg. Um leið fá lesendur innsýn í sovéska tilbrigðið við það „rottukapphlaup", þá lífsþæg- indagræðgi, sem við þekkjum mætavel úr næsta nágrenni við okkur. I sov- éska kapphlaupinu er kannski beitt ýmsum öðrum aðferðum en í vestrænu þjóðfélagi, en niðurstaðan er svipuð: okkar mannleg reisn er okkar eigin fótum troðin. Þessar sögur eru af einstaklingum í samfélagi, þær eru innan ramma raunsæislegrar hefðar, en þær eru óralangt frá þeim sósíalrealisma sem áður var opinber stefna og hefur verið til skamms tíma, að minnsta kosti í hátíð- legum ræðum. Kannski væri réttast að gefa höfundum þeirra verka sem hér eru tekin dæmi af samheitið „siðferðilegir realistar". Vegna þess að þeir eru 467
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.