Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1987, Side 81
Hláka, frosthörknr, endurskoðun hve lítilmótlegur Sabítdsjan, sonur Kazangaps, er — ekki reyndum við, hugsar hann, að mennta börnin okkar til að þau yrðu svona. Sabítdsjan, sem talar gjarna um sig sem „opinbera persónu“, flytur hrokafulla ræðu yfir járnbrautarkörlunum og dáist mjög að þeim möguleika, sem hann hef- ur einhverstaðar lesið um, að brátt megi fjarstýra hverju mannsbarni með útvarpsbylgjum, sem sendar séu til heilans, en Jedigei gamli skynjar strax hrollvekjuna í slíku tali. Sonarómynd þessi vill ekkert af menningu og sið- um þjóðar sinnar vita, honum finnst það heimskuleg sérviska að flytja lík föður síns langar leiðir til Ana-Beít, og þegar hermenn og gaddavír stöðva líkfylgdina reiðist hann Jedigei einum, en telur öll boð og bönn valdsins sjálfsögð — „áætlun er áætlun og búið spil“. Jedigei líkir Sabítdsjan í huga sér við „mankúrt" sem hvorki man föður né móður — og harðari fordæm- ingu er varla hægt að finna um þá kynslóð sem vill tolla í sovéskri tísku og framapoti. Fortíðareftirsjá í ofangreindum skáldsögum og mörgum öðrum verkum ber einatt keim af trú forfeðranna. Þetta kemur fram með ýmsum hætti. Gennadí í sögu Trífonovs, „Bráðabirgðaniðurstöður" hneykslast á yfir- borðslegu daðri konu sinnar við trú feðranna, sem kemur meðal annars fram í óprúttinni viðleitni til að komast yfir gamlar helgimyndir gamallar og fákænnar vinnukonu. I leikriti Viktors Rozovs, „Þiðurhreiðrið", er það hámark hroka og sjálfbirgings samviskulipurs vísindamanns, sem fer þar með aðalhlutverk, að hann neyðir dóttur sína til að hrækja á helgimyndir sem hann safnar af fordild, en hún krýpur í bæn fyrir þegar harmar ætla að yfirbuga hana. Manndráparinn ungi í sögu Shúkshíns, „Mig langar að lifa“, segist með ánægju draga garnirnar úr þessum Jesú Kristi í refsingarskyni fyrir hans fallegu lygasögur um manngæskuna, og sagan „Karl í krapinu" lýsir því svo ekki fer milli mála, hvaða augum höfundur lítur á það, að kirkjur fornar eru eyðilagðar — til dæmis vegna þess að einhvern vantar múrsteina í svínakofa. „Guð býr í þeim sem sál hefur,“ segir Darja í sögu Raspútíns. Jedigei, hin „jákvæða“ persóna í skáldsögu Ajtmatovs, rifjar í líkfylgdinni upp hálfgleymdar bænir múslíma því að þær eru svo óralangt frá óþurftarmælgi samtímans: „Þessi orð hafa verið slípuð um aldir eins og gullflögur og þau eru allrasíðustu orðin sem lifendur eiga að mæla yfir hin- um dauðu.“ Af þeim sökum, segir Jedigei, verða menn að kunna bænir. Hann segir líka við guð sinn, sem hann veit ekki lengur hvort er til eða ekki: „Þegar ég snýr mér til þín með bænir mínar, þá er ég í rauninni að snúa mér til sjálfs mín fyrir milligöngu þína, og á þeirri stundu er mér gefið að hugsa eins og þú værir sjálfur að hugsa, skapari minn.“ Vitanlega væri ofmælt að nota dæmi af þessu tagi til að draga þá ályktun 471
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.