Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Page 29
JUAN GOYTISOLO OG HEIÐUR SKÁLDSÖGUNNAR menningarheima. Formblöndunin rennur saman við efnisblöndunina. Ég tek sem dæmi einn kafla úr bókinni, það er kaflinn „Stefnumótið“. „Ég“ frá- sagnarmannsins umbreytist í „hann“ („hann segir honum“) og síðan yfir í fleirtölu eignarfornafna („hin ógæfusama hetja okkar“). í lokin veit sögu- maðurinn-sögupersónan ekki „hvort hann er heldur þessi fjarlægi einstak- lingur sem hrifsar til sín nafn hans eða þessi goytisolo sem skapar hann“. Það eina sem við vitum er að frammi fyrir okkur hefur mótast „farandsjálf innan frásagnarinnar“ þar sem persónan er margföld og sögumaður einnig, og í þeim renna saman raddir sem eru báðum framandi. En um leið renna sögu- mennirnir, þeir sem raddirnar tilheyra, saman og skapa þar með málfarslega blöndun sem samsvarar þeirri menningar- og kynþáttablöndun sem er við- fangsefni skáldsögunnar. Bakgrunnur Goytisolos er skýr og hann er spænskur: að kynblanda er að cervantísera, og að cervantísera er að gyðinggera og íslamísera; að umfaðma að nýju þann sem hefur verið útskúfaður og hundeltur; að endurheimta þá köllun að bjóða menn velkomna og yfirstíga álög útskúfunarinnar; að jaðra miðjuna og ráðast á jaðrana út frá mörgum miðjum samtímis. Goytisolo gefur „endur-innsetningu“ útskúfunar sinnar gríðarmikinn kraít vegna þess að hann samþættir hana annarri mikilli skáldsagnahefð, þeirri sem tilheyrir endalokum málfarslegrar einingar fornaldarinnar, eða þessari úrkynjuðu nostalgíu fornmenntastefnunnar sem er tímabil rétttrúnaðarins. í heimi fornaldar skilja allir alla: Príam og Agamemnon, París og Akkíles. Don Kíkóti skilur aftur á móti ekki Sansjó, né sá síðar nefndi hinn. Meðlimir Shandy-fjölskyldunnar skilja ekki hver annan. Frú Bovary skilur ekki eigin- mann sinn, né heldur Anna Karenína sinn. Skáldsagan verður að grípa til gáskans til að geta fallist á að fólk gerir sig skiljanlegt á ýmsa vegu og að hægt er að segja hlutina á margan hátt. Shklovskíj benti á að tungutak skáldsög- unnar er stöðug endurvinnsla allra stiga tungumálsins; því eins og þeir vita allir jafn vel, Cervantes, Balzac, Shaw og Raymond Queneau, er tungumálið Qölbreytilegt vegna þess að það er lagskipt, og það er lagskipt vegna þess að talsmáti þess tilheyrir ekki eingöngu samfélögum sem eru margbreytileg heldur einnig aðskilin og óréttlát. En þau eru líka undarleg og ruglingsleg, þar sem innflytjandinn birtist sem boðberi annars tungumáls til viðbótar, sem oft á tíðum er ekki einu sinni sameiginlegt tungumál þjóðarinnar. Þegar Goytisolo sá að hann var skyndilega umkringdur tyrkneskum innflytjend- um í Sentier-hverfmu sínu í París, gerði hann nokkuð sem hver einstaklingur gæddur lágmarks skopskyni, skynsemi og umhyggju ætti að gera: hann lærði tyrknesku. Hinn málfarslegi drifkraftur nútímaskáldsögunnar, þetta kynblend- ingseinkenni hennar, paródían, stælingin, afleiðslan, allt er þetta tilraun til TMM 1999:1 ww w. mm . ís 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.