Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Side 40
HAUKURÁSTVALDSSON
orðatiltækið L’Afrique commence aux Pirinées (Afríka byrjar við Pýrenea-
íjöllin) uppruna sinn. Það var á vissan hátt sigur að þessir menntamenn
skyldu vilja „evrópísera" sig og hafna öllu í fortíð sinni sem ekki tilheyrði
Evrópu. En á nítjándu öld stóðu menn þó frammi fyrir þeirri mótsagna-
kenndu staðreynd að það voru einmitt franskir, og einkum enskir ferðalang-
ar á borð við Borrow og Ford, sem uppgötvuðu undur Alhambra-
hallarinnar. Það er töluvert fyndið að lesa það sem Borrow skrifar um að
þegar hann var frá sér numinn af hrifningu yfir þessu undri, töluðu heima-
menn í Granada um „þetta dótarí sem márarnir skildu eftir sig þarna upp-
frá“. Þetta var viss höfnun. Nú, þegar Spánn er orðinn þátttakandi í
nútímanum með aðild sinni að pólitískri, efnahagslegri og menningarlegri
sameiningu Evrópu ættu Spánverjar að losa sig við alla minnimáttarkennd
og átta sig á því hvað það er sem þeir hafa fram að færa í þessu kapphlaupi; en
það er einmitt múdejarisminn því hann finnum við hvergi annars staðar í
Evrópu né heldur neitt sambærilegt honum. Nú ætti að vera rétta augnablik-
ið fyrir okkur að sjá að þessi munur er verðmætasta framlag Spánar til evr-
ópskrar menningar. Þetta viðurkenna menn á sviði byggingarlistar, en ekki á
sviði hugsunar né bókmennta.
Er hœgt að vera múdejar á 20. öld?
Það geta verið einstök dæmi þess. í mínum huga er Gaudí augljóst dæmi í
byggingarlistinni. Hann er einn magnaðasti arkítekt 20. aldarinnar, en það
væri hann tæpast ef hann hefði aldrei myndskreytt Ferðabók Alí Bey- sem
varð fyrstur evrópskra manna til að heimsækja Mekku árið 1803 - né heldur
án teikninganna sem hann dró upp af moskunum í Súdan og Malí og geymdi
ávallt í skrifþúlti sínu. Á þetta er aldrei minnst. Ef þið farið til Malí sjáið þið
Gaudí á hverju götuhorni.
Ég held að hluti minna eigin verka, þó ekki öll, geti talist múdejar. Skýrt
dæmi er La cuarentena18. Þótt sú bók sé skrifuð á spænsku er í henni ákveðið
samspil milli Dante og Ibn Arabi sem við getum kallað múdejar. Hið sama
má segja um Las virtudes del pájaro solitario (Dyggðir hins einmana fugls).
Erþað áhugiþinn á múdejarismanum sem hefur beint sjónum þínum sérstak-
lega að borginni, þ.e. að þessu einkenni borgarmenningarinnar að vera sam-
rennsli ólíkra menningarheima, tungumála og hugsunar?
Fyrir utan bókmenntirnar og tónlistina, hefur þéttbýlið, þ.e. hugmyndin um
cives (latína: borg, borgríki, borgari), ætíð haft fyrir mér geysilegt aðdráttar-
afl og hef ég skrifað töluvert um rýmið í borgum múslíma. Þegar ég var í
30
www.mm.is
TMM 1999:1