Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Qupperneq 135
TILBRIGÐI OG HUGARSPUNl UM BJARTA ÖLD
tauminn, - og 18. öld Georges Bataille sem leitar á sömu mið, en ekki á eins
ljóðrænan og hugmyndafræðilegan hátt (Bataille lítur á Sade og svörtu
skáldsöguna sem táknmerki þess að brjóta gegn lögum og reglum); það er
hin létta og leikandi 18. öld Paul Morands - og 18. öld Rogers Vaillants, sem
rembist við að tengja fríhyggjumenn við útópíu kommúnista (sem er í hróp-
andi andstöðu við upphafningu Aragons á ástar-ástríðusambandinu innan
hjónabandsins).
Nú á tímum vísar fjöldinn allur af listamönnum til 18. aldarinnar (yfirleitt
til að mynda mótvægi við það andrúmsloft siðavöndunar og rétttrúnaðar
sem nú ríkir): menn eru aftur farnir að nota manngerðir sem kenndar voru
við Marivaux (kvikmyndir Érics Rohmers) eða fríhyggjuna (síðustu skáld-
sögur og ritgerðir Sollers, einkum þær sem hann hefur skrifað um Watteau,
Fragonard, Sade, Vivant Denon); sama er að segja um Kundera: krafa hans
um „list skáldsögunnar“ er einkum sótt til Sterne og Diderots, og Vivant
Denon er stöðugt nálægur í skáldsögunni Með hægð. Aðrir hafa aftur sótt
hömluleysið í síðbarokkið (málverk Sauras, Rainers, kvikmyndir Ruiz eða
Greenaways); svo ekki sé nú minnst á vaxandi áhuga á barokktónlist sem
menn litu ekki við hér áður en nú er farið að túlka og leika á sama hátt og hún
var leikin upphaflega (Harnoncourt, Leonhardt, o.s. frv.) ...
í rauninni er 18. öldin miklu meira en tiltekið tímabil í mannkynssög-
unni, eða viðmið í tímanum: hún er öllu fremur ákveðin tegund af skynjun,
smekk, tilfinningu. Þess vegna er hún merkingarlaus nema fólk upplifi hana í
nútímanum: ekki sem draumkenndan söknuð, effirsjá eft ir horfínni gullöld
eða blekkingu um að hægt sé að endurskapa þennan tíma; miklu heldur sem
síbreytilega fyrirmynd dýrmætrar tengingar milli hugsunarinnar eins og
hún gerist ffjálsust (eins laus við kennisetningar, rétttrúnað, þyngsli og kost-
ur er) smekksins eins og hann gerist frjálsastur.
Frakkland, upplýsingin, fríhyggjan
Ástæðan fyrir því að við látum okkur dreyma um þetta tímabil er vitaskuld
sú að þá voru helstu frumkvöðlar í listum, bókmenntum og heimspeki á sí-
felldum faraldsfæti og létu sem landamæri væru ekki til (Voltaire í Berlín,
Diderot í Sankti-Pétursborg, Da Ponte í Vín, Turner í Feneyjum, Grimm í
París, Casanova hér og hvar um alla Evrópu); þar sem landafræði hinnar létt-
úðarfullu Evrópu (sem Campra leyfir okkur að heyra sláttinn af í formi
tóna) leggst yfir og fléttast saman við tiltekna hugmyndastefnu (Les Lumiéres
í Frakklandi, Aufklarung í Þýskalandi, Illuminismo á Ítalíu, Illustrados á
Spáni); þar sem litið var á frönskuna sem sjálfa tungu fordómaleysisins,
tungumál frjálsra hugaróra (ég minni á tvö meistaraverk sem voru skrifuð á
TMM 1999:1
www. m m. ís
125