Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Blaðsíða 140
GUY SCARPETTA
ast ekki upp og endaði með því að hafa uppi á presti, sem ég leyfði mér að
vera dálítið ýtinn við svo að hann hleypti mér inn í kórinn (hann játaði fyrir
mér að hann væri með lykil að dyrum sem gerðar hefðu verið í trévegginn).
Þetta gekk ekki átakalaust fyrir sig, kostaði endalausar málalengingar, fum
og fuður. En það dularfyllsta við þetta var hvernig presturinn þráaðist við:
rétt eins og honum fyndist það að leyfa mér að brjóta bann væri ekki eins
óþægilegt fyrir hann og það sem ég kæmi til með að finna fyrir handan.
Þannig lagði hann mikla áherslu á það, eins og til að afsaka sig, áður en hann
opnaði fyrir mér, að söfnuður hans hefði ekkert með þessar framkvæmdir að
gera, og að skipunin um að endurgera kórinn eins og hann var á 17. öld,
einkum litina frá þeim tíma, hefði borist ffá menningarmálayfirvöldum. Því
óþolinmóðari sem ég varð, því meiri áherslu lagði presturinn á það hversu
undarlegt þetta var að hans dómi, rétt eins og hann væri að fara að sýna mér
algeran ófögnuð. Það sem ég uppgötvaði síðan í kórnum varð til þess að ég
skildi loks hvers vegna hann varð svona vandræðalegur. Því það sem er slá-
andi í Einsiedeln er ekki endilega íburðarmikið skrautið, allir gifsenglarnir,
öll tjöldin, fellingarnar, gyllingarnar sem geraþað að verkum að manni líður
eins og maður sé staddur í leikhúsi, heldur einkum það hvernig þessi gríðar-
mikla skreyting (og í rauninni nauðalík öðrum verkum eftir Asambræður)
sker sig útúr grunni sem er holdlegurá litinn, - eða nánar tiltekið í skærbleik-
um lit sem minnir einna helst á kvenmannsnærföt frá sjötta áratugnum ...
Þannig fylltist maður þeirri tilfinningu, sem er vissulega óviðurkvæmileg í
ljósi þess að þetta var heilagur staður, að maður væri staddur í einhverskonar
holdlegum helli, lífrænu holrými, og andrúmsloftið minnti fremur á hóru-
hús en kirkju þangað sem menn fóru í pílagrímsferðir. Eflaust hefur barokk-
listin sjaldan gengið eins langt og þetta í þverstæðukenndri tengingu
guðlasts og heilagleika, hins líkamlega og hins andlega. Hér fer trúin viljandi
beint inn í kvennadyngjuna, og maður getur rétt ímyndað sér að þær tilfinn-
ingar sem sótt hafa á kirkjugesti á 18. öld frammi fyrir slíkri skreytingu hafi
ýtt undir annars konar óreiðu, annars konar yfírlið og tilfmningaólgu en þá
sem sprottin er af hreinum guðsótta ...
Og nýlega las ég enn og aftur Sögu lífs míns eftir Casanova og uppgötvaði að
það var einmitt í þessari kirkju í Einsiedeln sem hann fékk þá hugmynd, sem er
næsta skrautleg miðað við feril hans, að gerast munkur. í rauninni var það eitt-
hvað á borð við öfugsnúna freistingu sem greip Casanova, segir hann sjálfur,
eftir að hafa snætt notalegan kvöldverð með prestinum á staðnum (hann telur
smáatriðin upp fyrir okkur: bleikjur, villibráð, bestu fáanleg vín) sem stingur
mjög í stúf við þetta annars mjög snautlega tímabil í lífi hans. Það sem
Casanova kallar síðar „óhugsandi dillu“ varð til þess að hann skriftaði fyrir
130
www.mm.is
TMM 1999:1