Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Síða 159

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1999, Síða 159
RITDÓMAR tekur hann þennan mann með í ferðalag og sýnir okkur hinn stóra heim þessa tíma með örnæmum augum hans og um leið inn í hugskot hans og fortíð. Þessi ferð breytir Sturlu. Hafi hann áður verið efablandinn gagnvart land- vinningum sínum og hetjugervi á Islandi er hann nú klofinn niður í rót. En hann á ekki annars kost en að halda áfram að gegna hlutverki sínu í þágu ættarinnar, konungsvaldsins, valdadrauma konu sinnar, ffarn til hinna óumflýjanlegu endaloka. Sagnastíll Morgunþula í stráum skiptist svo að segja jafnt á milli íslands og útlanda: upphafs- og lokahluti gerast á íslandi og þar er stiklað á atburðum í lífi Sturlu frá bernsku til æviloka, en millibálkar bera yfirskriftirnar Frakkland (1233), Ítalía (1233-34), Róm (1234) og París (1234). Loks er örstuttur eftirmáli sem gerist í Noregi. Stíll sögunnar bylgjast eftir efninu. Hér má sjá stíl sem minnir á Sturlungu og íslendingasögur; lærðum stíl bregður fýrir þegar Styrmir ffóði fer að þylja fræði sín og víða endranær, og svo koma ljóðrænni stílafbrigði, furðusögur og ævintýri, leiðslubókmenntir, miðalda- fræðirit, flökkusögur farandmunka. Minnst hefur verið á Gerplu Halldórs Laxness í tengslum við þessa bók, og vissulega hljóta þessar bækur að teljast merkastar þeirra sem sækja efhi til heims fornsagnanna. En annars eru þetta mjög ólíkar bækur. Það má benda á sameigin- leg einkenni svo sem eins og að báðar segja frá hetjum frá því þær vaxa upp í föðurgarði og þangað til þær lúta í gras og að báðum lýkur í logninu á undan storminum, rétt áður en lokaorrustan skellur á. Báðar fjalla um siðaboðskap og hetjuhugsjón íslenskra miðalda, en með gerólíkum hætti. Halldór fjallar um heiðna söguöld, Thor um þann kristna menningarheim miðalda sem fólk á Sturl- ungaöld hrærðist í. Frásagnaraðferð Hall- dórs er írónísk fýrst og fremst. Hann styðst við aðferðir íslendingasagna, notar eingöngu orð sem eru forn eða sem ekki er hægt að afsanna að séu forn en bregður líka fýrir sig, í hófi, ýmsum öðrum forn- um stíltegundum þegar henta þykir. Mál- far Thors ber keim af fornsögum án þess að vera bundið af þeim. Hann lýsir yfir- leitt ekki úr írónískri fjarlægð heldur sam- samast sögunni: helsta frávikið frá sagnastílnum felst í því að í stað þess að sögumaður standi utan við og skrái hlut- laust það sem fýrir augu ber tekur hann sér stöðu hjá einni persónu verksins og veitir innsýn í viðbrögð hennar og vitund og gerir hana um leið nákomna lesanda, örsjaldan gefur hann henni sjálfri orðið. En þær persónur sem sögumaður tengir sig við, helst Sturla og stöku sinn- um Aron Hjörleifsson, eru dular og barma sér ekki þegar á hólminn er komið. Lýsingar á vígaferlum eru þannig kaldar, hraðar, ópersónulegar, líkt og í fornsög- unum, og sýna á kaldranalegan hátt til- gangsleysi og grimmd blóðsúthellinga og ofbeldisverka. Með sjónbeiningu einnar persónu er slík frásögn um leið gædd sál- fræðilegri og táknrænni dýpt. Hér kemur upp í hugann magnaður kafli sem segir frá vígi Hafþórs og undankomu Arons frá Valshamri (75-80), eða viðureign Sturlu og Arons í Grímseyjarför: Skipið færðist nær og nær, og herinn í fjörunni, og árarnar lustu sjóinn og lömdu upp löður í fjöruborðinu og renndu upp í sandinn, og hann hljóp upp í brúkið einsog þetta væri einka- fundur hans og Arons og varðaði þá tvo eina. Aron var með vopn Tuma og eggj- aði Sturlu að sækja eftir þeim. Sturla hleypur að honum og heggur sverði TMM 1999:1 www.mm.is 149
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.