Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Side 56
þar á árunum 1917-1928. Virðist þá kirkjan aftur hafa verið komin í slæmt stand. Bessastaðakirkja var bændakirkja eins og fyrr segir, þ.e. taldist eign bóndans sem önnur jarðarhús. Hann skyldi sjá um viðhald hennar og til þess gekk hluti sóknargjalda, og bar hann ábyrgð á að kirkjan væri ávallt fullvel messufær bæði að húsi og gripum, og ekkert gengi undan henni af eignum. Greinilega virðast þeir Jón H. Þorbergsson og Matthías Þórðarson hafa rætt um kirkjuna og ástand hennar og hvað gera mætti henni til við- reisnar. Hefur Jón síðan skrifað þjóðminjaverði formlega og óskað eftir að mega afhenda safninu kirkjuna ásamt öllum áhöldum hennar og grip- um, föstum og lausum, til ævarandi eignar og umráða, en á móti skyldi safnið kosta viðgerð á kirkjunni og allt viðhald upp frá því, og skyldi hún framvegis sem hingað til vera frjáls söfnuðinum til afnota. Bréf þetta sendi Matthías Stjórnarráðinu ásamt eigin bréfi, dags. 16. júlí 1917. Getur hann þess þar, að erlendis hafi fornleifafélög eignazt merk hús, og nefnir að til orða hafi komið að Þjóðminjasafnið, sem þá hafði fengið það nafn, eignaðist Víðimýrarkirkju, sem eigandi bjóði því fala fyrir 1000 kr. Bessastaðakirkja segir Matthías að sé ein elzta steinkirkja hérlendis, gripir hennar flestir gamlir og hafi kirkjan öll verið endurbætt í tíð síðasta eiganda, Skúla Thoroddsens, en þarfnist nú viðgerðar og muni sú viðgerð kosta allt að 1000 kr. Leitar hann samþykkis Stjórnarráðsins til þessa og að það hlutist til um að veita Þjóðminjasafninu 1000 kr. á þessu eða næsta ári til viðgerðar svo að það geti uppfyllt skilyrði gefanda. Ekki varð af því að safnið eignaðist kirkjuna, hefur Matthías líklegast ekki fengið heimild yfirvalda til þess, en ekki sést bréf um það. Hann fór hins vegar á stúfana til að afla fjár til viðgerðar kirkjunnar. Birti Matthías áskorun í blöðunum um haustið til samskota og segir þar stutt deili á Bessastaðakirkju og hver þjóðardýrgripur hún sé, en kirkjan þarfnist nú mikillar viðgerðar. Þjóðminjasafninu hafi verið boðin kirkjan, en þar sem safnið hafi ekki bolmagn til viðgerðar hennar leiti hann „til góðra manna og þess [sé] beðizt, að menn bregðist nú vel við málaleitan þessari og leggi fram fje svo að nægi til viðreisnar og góðra umbóta þessu ágæta guðshúsi.“ Gizkar Matthías á að viðgerð muni kosta 10 þús. kr.Birti hann svo grein í Morgunblaðinu 26. júní 1920 og getur þar, að nokkrir hafi lagt fram fé til viðgerðar kirkjunnar og að kirkjubóndi hafi þegar kostað viðgerð á kirkjugólfi. Vorið 1921 höfðu safnazt 4763 krónur til viðgerðar kirkjunnar og hafði þá verið lagt nýtt gólf í kirkjuna, gert við innri hurðir og fengið efni til viðgerðar á þaki.Verið var þá að gera við altaristöfluna, sem var fúin og gengin sundur, og gullsmiður hafði gert við patínu kirkjunnar, „VANDALISMINN“ Í BESSASTAÐAKIRKJU 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.