Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Qupperneq 65
Gylfi kveðst hafa átt viðræður við fyrrverandi og núverandi forn-
minjavörð, sem hann nefnir svo, og hafi þeir báðir talið að viðgerð hafi
verið sjálfsagt að haga þannig að hinni gömlu gerð kirkjunnar væri
haldið og hinir gömlu gripir kirkjunnar notaðir áfram, enda flestir þeirra
ágætlega nothæfir ef vel væri gert við þá. Hafi fyrrverandi fornminja-
vörður mótmælt þessum framkvæmdum munnlega og skriflega, en það
hafi verið virt að vettugi.
Eysteinn Jónsson menntamálaráðherra varð til svara og sagði, að til sé
minnisblað um að forsætisráðherra hafi samþykkt að gera við Bessastaða-
kirkju fyrir 180 þús. kr. og jafnframt sé til bréf húsameistara frá 7. ágúst
1945 um nauðsynlegar viðgerðir kirkjunnar. Þar komi fram, að gólf og
gólfbita kirkjunnar þurfi að endurnýja, bekkir séu ljótir og verði að endur-
nýja, svo og prédikunarstól, altari og grátur, altaristafla sé engin (þannig
tekið til orða) og verði að fá altaristöflu, setja þurfi rafmagnsupphitun í
kirkjuna og ljósalögn, setja þurfi söngpall og prestsherbergi og tvennar
nýjar hurðir úr eik, og loftið þurfi mikilla endurbóta við og jafnvel setja
loft alveg að nýju. Fylgi í bréfinu þrjár kostnaðaráætlanir. Hafi síðan verið
ákveðið að fara um viðgerðir eftir þeirri kostnaðaráætlun sem hæst var
og hljóðaði upp á 210 þús., kr. en sl. sumar hafi verið áætlað að kostn-
aður mundi nema alls 325 þús. kr.
Þá las hann skýrslu starfsmanns húsameistara ríkisins, Björns Rögn-
valdssonar frá 10. jan. 1948, þar sem endurbyggingunni er lýst, svo og því
sem eftir var að framkvæma. Sé kostnaður þá áætlaður orðinn 470 þús.
kr. og sé þó eftir að greiða um 50 til 60 þús. kr. Kvaðst ráðherra ekki
treysta sér til að segja hvers vegna kostnaður hafi orðið svo miklu meiri
en áætlað var, þar sem ekki liggi fyrir um það upplýsingar frá fag-
mönnum, en svo sem sjá megi hafi kirkjan verið alveg endurbyggð.
Gísli Jónsson alþingismaður var þá formaður fjárveitinganefndar og
kvað ekkert samkomulag hafa verið gert um að framkvæmdafé við Bessa-
staðakirkju skyldi ekki fært á fjárlög, en óskað hafi verið eftir fjárveiting-
um til endurbóta á búrekstri og peningshúsum á Bessastöðum vegna
komu nýs bústjóra. Upplýsingar um kostnað kveður hann aldrei hafa
komið og kvaðst hann ekki minnast þess að komið hafi nokkurt erindi
til nefndarinnar um fjárframlag til Bessastaða nema til forseta sjálfs.
Jónas Jónsson tók einnig til máls og taldi hrósvert að lagt skyldi hafa
verið fé til að bæta staðinn á Bessastöðum, en álasaði um leið fjárveitinga-
valdi fyrir að hafa ekkert gert til að bæta aðstöðu Alþingis og Stjórnar-
ráðsins. Kvað hann það nokkra yfirsjón hjá fyrirspyrjanda að vilja sjá eftir
þeim hlutum, sem færðir hafi verið úr kirkjunni. Hún hafi verið illa úr
64 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS