Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Side 78

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Side 78
sýnt eftir gömlum lýsingum eða eftir líkum. Hlaut Guðjón viðurkenning- arorð Matthíasar Þórðarsonar fyrir þessar teikningar sínar árið 1919, er hann var að ýta fjársöfnun af stað til viðgerðar kirkjunnar. Svo er að sjá, að breytingarnar á Bessastaðakirkju hafi orðið mun rót- tækari en forseti hafði búizt við og gat sætt sig við, en forseti mun hafa dvalizt erlendis um tíma, einmitt þegar rutt var út úr kirkjunni, og sagt er að það hafi gramið hann mjög er hann sá aðferðirnar. Mun þetta hafa valdið stirðleika, og jafnvel vinslitum að sagt er, milli forseta og Guðjóns Samúelssonar húsameistara. Það sýnir uppkast að bréfi forseta, sem fyrr er getið. Í ævisögu Sveins Björnssonar segir um útför hans, að Georgía ekkja hans hafi verið mótfallin því að Sveinn yrði jarðsettur innan Bessastaða- kirkju, sem menn höfðu búizt við að yrði, „á þeirri forsendu að maður hennar hefði verið sáróánægður með gagngera viðgerð, sem fram fór á kirkjunni í hans tíð, en ekki var samkvæmt hans vilja.“ Sveinn Björnsson var brenndur og aska hans jarðsett við hlið Gríms Thomsens. Líklegast hefur þjóðernisleg minnimáttarkennd ráðið miklu um það hvernig hér var að verki staðið.Alkunnugt er, að á þessum árum var víða reynt að má sem mest brott af því sem minnti á konungssambandið við Dani. Líklegast hefur sumum þótt óviðeigandi að dönsk konungskóróna og nafndráttur dansks konungs, þótt okkar kóngur væri einnig, gnæfði í sjálfri kirkju forsetans.Voru enda sums staðar slík merki tekin ofan, svo sem kórónan á Loftskeytastöðinni gömlu og konungsmerkið framan af turni Dómkirkjunnar í Reykjavík, en sumt af því hefur reyndar verið sett upp aftur, eftir að mönnum jókst skynsamleg víðsýni. Og þakka má fyrir, að þegar sú hugmynd kom upp á sjálfu Alþingi að taka ofan konungs- kórónuna af Alþingishúsinu og setja þar í staðinn skjaldarmerki lýðveldis- ins voru menn orðnir það skynugir að sjá að þetta voru söguleg minnis- merki en ekki merki um líðandi stund. Viðgerð og uppbyggingu húsa á forsetasetrinu er ekki lokið og verður ekki fyrr en vönduð viðgerð kirkjunnar þar verður komin í kring. Þá ætti að hafa að meginsjónarmiði að fá henni aftur þá ásjón sem hún hafði fyrrum, færa í hana á ný þá innansmíð, sem hún hafði og til er. Um það hefur oft verið rætt og hlutirnir bíða.Allt hefur sinn tíma, en eins og kirkjan er nú ber hún vott um fálmkennt og misheppnað ofbeldi, gert af tilfinningaleysi og skammsýni. En Bessastaðakirkja þarf þó að bera með sér eitthvert það tákn í virðulegu látleysi sem sýnir, að hún er kirkja forsetaembættisins. „VANDALISMINN“ Í BESSASTAÐAKIRKJU 77
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.