Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 159

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2004, Page 159
þar sem þeir léttreykja kjöt og tilfallandi smáræði. Einkum er þetta al- gengt með vatnafisk og síld. Eins og reykhúsin er þessi búnaður af marg- víslegum toga. Eldstæðin eru oft útihlóðir, gryfja eða tunna, með ein- hvers konar þekju til varnar úrkomu. Auk þess að kæla reykinn hefur kaldreykingarbúnaðurinn þann kost að rýmið sem matvælin eru hengd í þarf ekki að vera stórt um sig eða hátt til lofts. Eftirminnilegasti búnaður af þessu tagi sem ég hef rekist á var stýrishús af gömlum Bedford vörubíl fullt af sauðalærum (sjá 5. mynd). Það tróndi á hólkolli en í brekkurótunum var eldstæðið og reykleiðsla í jörð á milli. Kaldreykingarbúnaður af einhverju tagi virðist hafa verið þekktur alla öldina. Einstaka heimildarmenn þekktu ekki til kaldreykingabúnaðar, í sumum byggðum hafði hann verið algengur áður en lagst af og annars staðar höfðu flestir eldinn utan við reykrýmið. Eldstæði og loftræsting Eldstæðin eru af ýmsum gerðum. Ekki þarf endilega að vera munur á eldstæðum við kaldreykingu og kofareykingu annar en sá að í öðru til- fellinu er eldstæðið úti, í hinu er það inni. Í gömlu eldhúsunum voru hlóðirnar að sjálfsögðu notaðar, oft byrgðar með plötum til að dreifa reyk eftir að pottar hættu að gegna því hlutverki. Í húsum sem á eftir komu voru oft áfram einhvers konar hlóðir en einnig eldbúnaður af öðru tagi. Járntunnur og stampar sömuleiðis byrgð með plötum og oft götuð, bæði vegna loftaðgengis og svo til að gera uppkveikju auðveldari eru t.d. langalgengustu eldstæðin á Vestfjörðum. Holur í gólfi, byrgðar með járn- plötum – sturtubotni í einu tilfelli – lóðabali, sláturpottur og margt fleira var nefnt. Dæmi eru um tvö og jafnvel fleiri eldstæði í stærri reykhúsum og kveikt upp í báðum til að dreifa reyknum sem best um húsið. Þá þurfti ekki að færa kjötið mikið til á reyktímabilinu. Sum eru hugvitsam- lega búin til að dreifa reyk og halda glóð sem lengst. „Fyrir nokkrum ár- um útbjó ég langar rennur úr járni sem ég set tað í og kveiki upp í öðr- um endanum þá færist glóðin smám saman og rýkur lengi. ...“ sagði einn heimildarmanna. Annar, sem reykti í stórum álskáp, lét smíða undir hann skúffu fyrir eldinn sem hægt var að draga undan en reykop var bæði á botni og loki skápsins. Skúffunni var skipt í tvennt eftir miðju þó þannig að eldhólfin tengdust öðrum megin. Við annan endann var svo kveikt upp og það tók glóðina um sólarhring að éta sig allan hringinn.9 Þegar skoðuð eru svör við spurningaskrá um eldhúsið sem Þjóðminja- safn sendi út árið 1982 kemur í ljós að merkjanlegur landshlutamunur er á 158 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.