Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 44

Valsblaðið - 01.05.2015, Blaðsíða 44
44 Valsblaðið 2015 unnið úr því jafn vel og við gerðum. Þetta hefði verið auðveldara ef t.a.m. Raggi hefði tekið við og haldið áfram á svipuð- um áherslum og áður. En þarna kom nýr maður sem við höfðum enga reynslu af. En það ber líka að hrósa Jóni fyrir það. Hann fór með okkur aftur í grunninn en reyndi að fá okkur upp í hærra tempó og meiri hraða. Fór með okkur aftur í 6-0 vörnina. Það skilaði sér í hagstæðari úr- slitum fyrir liðið en sem handboltamaður var ég að bæta mig minna en hjá Óla. Þar var alltaf verið að ýta okkur upp að ystu mörkum en hjá Jóni vorum við inni í ákveðnum þægindaramma. Síðan tekur Óskar Bjarni við. Hvort líkist hans taktík meira Jóni eða Óla? Hann er dálítil blanda af þeim báðum. Hann tekur sumt sem Óli var að vinna með en hann er t.d. fyrst og fremst með 6-0 vörnina eins og Jón gerði. En nálgun Óskars við leikmenn er alveg frammúr- skarandi. Mjög góð persónuleg tengsl og góðir samskiptahæfileikar eru hans aðal. Mér finnst hann ná því besta úr hverjum og einum leikmanni. En ef þú lítur yfir þá meistaraflokks­ þjálfara sem þú hefur haft á ferlinum. Hvað kemur fyrst upp í hugann þegar þú lítur um öxl? Hvað ertu með í far­ teskinu frá þeim? Ef ég hugsa um fyrsta meistaraflokks- þjálfarann sem var Rúnar Sigtryggsson þá minnist ég þess að hann sagði gjarnan „show far corner – shoot near corner”. Þ.e. alltaf að miða uppi fjær þá getur þú valið að skjóta einhvers staðar annars staðar. Atli Hilmarsson þjálfaði mig þeg- ar ég var að byrja. Mér er það sérstak- lega minnisstætt að ég fékk að gera mis- tök hjá honum. Það var leyfilegt. Ég gerði helling af mistökum en fékk alltaf hvatningu til að halda áfram. Nú ertu bú- inn að læra af þessum mistökum. Farðu aftur og gerðu hlutina öðruvísi. Bjarni Fritzson minnir að ýmsu leyti á Óla Stef. Hann og Heimir Árnason voru að þjálfa mig þegar ég átti eldri strákinn minn. Ég var í smá basli þá og gekk frekar illa. En þeir hvöttu mig til að nálgast handbolt- ann þannig að ég væri að spila fyrir strákinn minn. Óli var með þau skilaboð að við ættum að fagna óvissunni. Það kemur fyrst upp í hugann af mjög mörgu. Aldrei að ákveða neitt. Óvissan er vinur þinn. Lærðu að vinna með henni. Raggi var mjög afdráttarlaus varðandi mat- aræðið hjá okkur auk þess sem hann sá algjörlega um okkur í þreksalnum. Þar Margir töldu að þeir hefðu ætlað sér að breyta of miklu í einu í stað þess að taka eitt skref í einu. Ertu sammála því? Já. En ekki síður þurfum við að horfa til þess að þeir voru báðir að stíga sín fyrstu skref í þjálfun. Fram til þessa hafði þeirra hugsun í þjálfun snúist um hvernig þeir gætu bætt sig sjálfa sem leikmenn. En þetta var nýtt verkefni fyrir þá báða. Þeir höfðu aldrei áður þurft að hugsa um alla hjörðina. Það og þessar gríðarmiklu breytingar voru líkast til of miklar. En síðan fáið þið nýjan þjálfara. Jón Kristjánsson tekur við liðinu og seinna Óskar Bjarni. Hvernig upplifðir þú þessar breytingar allar? Það voru auðvitað gríðarleg umskipti að hverfa úr hugsunum Óla þar sem okk- ur var uppálagt að njóta óvissunnar yfir í það að hverfa til baka í grunninn. En þar voru einfaldar kerfishreyfingar með fyrir- fram ákveðnum möguleikum á hverjum stað í hverri stöðu. En samt var okkur uppálagt að keyra kerfin á meiri hraða heldur en það sem Óli hafði lagt upp með og tekið úr spænska boltanum. Það sem var verst við þetta allt saman var að við vorum komnir vel á veg í undirbúningi fyrir keppnistímabilið og eingöngu vika í fyrsta leik þegar tíðindin koma. Það var enginn aðdragandi og engar æfingar þar sem Óli og Jón voru saman á æfingum. Það stuðaði menn mest. Aðdragandinn var enginn. En mér fannst hópurinn vinna sig vel út úr því. Það eru margir félags- lega sterkir einstaklingar í þessum hópi. Ég er efins um að margir hópar hefðu var hann með æfingar sem voru verulega frábrugðnar því sem við áttum að venj- ast. Þeir kynntu í sameiningu fyrir okkur Gló. Unnar matvörur voru algjört tabú. Jón var alltaf mjög rólegur og lét okkur alltaf gæta þess að missa okkur ekki í einhverja fljótfærni. Ég á það til að geta misst hausinn og þá verð ég verri leik- maður fyrir vikið. Óskar Bjarni leggur áherslu á, a.m.k. hvað mig varðar, að ég hugsi fyrst og fremst um sjálfan mig fremur heldur en að hafa áhyggjur af öll- um í kringum mig. Þó manni finnist að maður þurfi að gera það sem fyrirliði. Einbeittu þér að sjálfum þér, ég skal passa upp á hitt. Maksim er góður félagi allra strákanna og hann þurfti að vinna sér það inn að það sem hann segði hefði meiri vigt heldur en ef einhver af strák- unum legði það til. Hann hefur þurft að vinna sér inn þjálfarastöðuna. En hann er búinn að hjálpa mér mikið að bæta skot- in. Hann tekur menn oft á eintal og er með ábendingar allt niður í hinar minnstu pælingar sem máli skipta. Hvernig stendur námið af sér gagn­ vart handboltanum? Ég er að klára BA próf í lögfræði í vor og Herdís, konan mín, er að læra hug- búnaðarverkfræði. Hún mun eiga eina önn eftir þegar við flytjum út en lýkur því í skiptinámi úti í Frakklandi. Rennes er öflugur háskólabær og það verður því ekkert mál að smella því saman. En hvernig er tilveran utan handbolt­ ans? Er eitthvað pláss fyrir skemmt­ anir hjá tveimur námsmönnum með tvo unga stráka? Það er ekki mikill tími fyrir okkur að gera tvö ein. Við stökkvum ekki í bíó eða eitthvað slíkt. En það eru auðvitað aðrir hlutir sem koma í staðinn sem maður lærir að meta og vinnur með. Ég neita því ekki að eftir að Eiríkur, yngri strák- Guðmundur Hólmar Helgason með fjöl- skyldu sinni við skírn Eiríks sonar hans og Maríu Sigurðardóttur. Með þeim á myndinni er Júlíus Hólmar eldri sonur þeirra og Kolfinna Ósk Helgadóttir systir hans. Guðmundur Hólmar á fullri ferð á móti FH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.