Valsblaðið - 01.05.2015, Side 59
Valsblaðið 2015 59
Starfið er margt
grasinu og innanhúss, fengið kaffi og
notið þess að dvelja að Hlíðarenda.“
Er innanríkisráðherra að rústa fram
tíð Vals með einu pennastriki, með því
að neita að loka varaflugbrautinni?
„Það er grátlegt að horfa upp á þá at-
burðarás sem hefur átt sér stað. Við lend-
um í klemmu vegna einhvers stjórnmála-
legs vafstur eða samskiptaleysis, eða
pólitískra átaka. Það er bæði leiðinlegt
og erfitt. Þessi ákvörðun mun tefja fyrir
allri uppbyggingu og var töfin næg fyrir.
Hvort töfin verður mánuður, tveir eða
tvö ár á eftir að koma í ljós. Þetta kemur
á versta tíma þegar framkvæmdir eru
byrjaðar og margt komið í vinnslu. Ríki
og borg eiga að geta náð saman um þessi
mál. Ég hef reyndar passað upp á það að
Knattspyrnufélagið Valur sé ekki að taka
þátt í neinum deilum um flugvöllinn,
sem er kjarni málsins. Þetta er mál borg-
arinnar og ríkisins. Við höldum áfram
okkar starfi og vonumst eftir farsælli
lausn sem fyrst.“
félagsins og þungaviktarmenn í starfi
þess áratugum saman. Ætli pabbi Björns
sé enn að reyna að hafa áhrif á bak við
tjöldin?
„Ef pabbi er að reyna að stjórna mér
verð ég ekki var við það. Ég er svo vanur
að vinna í þannig umhverfi að það er sí-
fellt verið að reyna að hafa áhrif á mig
að kannski er ég orðinn ónæmur fyrir
slíku. Við pabbi erum ekki sammála um
allt í kringum Val. Ef hann hefði fengið
að ráða hefðum við aldrei lagt gervigras
á keppnisvöllinn en ég held samt að hann
sjái ljósið núna. En pabbi er sannarlega
með heilbrigt Valsblóð í æðum og fé-
lagið er ávallt í fyrsta sæti hjá honum.“
Á karfan í Val sér viðreisnar von?
„Það vona ég svo sannarlega. Körfu-
bolti í Reykjavík hefur almennt átt frekar
erfitt uppdráttar því það er mikil sam-
keppni um iðkendur. Ég hef trú á því að
karfan hjá Val sé að ná sér á strik og að
allt liggi hér með upp á við. Það er lykil-
atriði að halda uppi öflugu uppbygginga-
starfi í yngri flokkunum. Deildin er sú
langyngsta hjá Val, stofnuð upp úr 1970
og var þá aðeins um meistaraflokk og 2.
flokk að ræða. Slíkt er ekki auðvelt og
þetta hefur gengið hægt og sígandi.
Sterkur bakgrunnur skiptir gríðarlega
miklu máli.
Það er ákveðinn styrkleiki af körfunni,
til að mynda félagslegur og svo er ágætt
að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni.
Öllum iðkendum fylgja öflugir foreldrar
og það er svo margt sem spilar inn í sem
skiptir félagið máli.“
Hver hefur reynsla þín verið á fyrstu
tveimur árunum sem formaður Vals?
„Þetta er allt öðruvísi en ég bjóst við.
Forsendurnar voru ólíkar miðað við það
sem mér var sagt að þær væru. Ég bjóst
svo sem hálfpartinn við því en þetta var
töluvert þyngra og það er yfirleitt þann-
ig. Maður þarf að hafa smá klikkun til að
hella sér í formennsku í stóru félagi.
Álagið er misjafnt en starfsfólkið sér
um daglegan rekstur. Það getur verið erf-
itt að láta enda ná saman og samtímis
halda úti öflugu uppbyggingarstarfi. Það
þarf að rúlla miklu á sama tíma og margt
að smella þannig að það segir sig sjálft
að þetta getur verið töluvert flókið.
Margir Valsmenn leggja hönd á plóginn
með margvíslegum hætti og fyrrum for-
menn eru ótrúlega öflugir í allskyns mál-
um, sumum mjög erfiðum, t.d. gagnvart
Reykjavíkurbort, gagnvart Valsmönnum
hf. og svo mætti lengi telja.“
Sumir vilja meina að styrkja þurfi
innviðina, félagsstarfið, Valshjartað.
„Það er ekkert einhlítt svar við þessu.
Þjóðfélagið og öll umgjörð barna, foreldra
og stuðningsmanna tekur sífelldum breyt-
ingum. Það er svo margt sem freistar og
fjölþætt afþreying í boði út um allt, ekki
síst á netinu. Við lifum öll lífinu á mis-
munandi hátt að það er alls ekki sambæri-
legt að bera saman gamla og nýja tímann.
Ef ég hefði séð eitthvað að Hlíðarenda, á
þessum tveimur árum, sem mætti gera
betur væri ég án efa búinn að kippa því í
liðinn. Dropinn holar steininn og allt utan-
umhald skiptir máli. Of miklar sviptingar
í öllu eru ekki góðar þegar til lengri tíma
er litið. Á síðustu 2–3 árum hefur verið
unnið mjög gott starf í barna- og ung-
lingaráðinu sem hefur fengið ákveðna
stöðu innan félagsins og mér sýnist það
vera að skila sér á annan hátt en áður.
Þá mun Lollastúka spila stærra hlut-
verk fljótlega af því að gervigrasið verð-
ur í mikilli notkun. Þaðan eiga foreldrar
að geta horft á börnin á æfingu á gervi-
Valsarafjölskyldan Zoëga. Frá vinstri. Hjónin Jón Gunnar Zoëga og Guðrún Björns-
dóttir ásamt sonum sínum, Birni Zoëga, Gunnari Zoëga og Sveini Zoëga á aðalfundi
Vals 2014 þegar Björn Zoëga var kosinn formaður Vals. Mynd Þorsteinn Ólafs.
Jóhannes Már Marteinsson sjúkraþjálfari og Björn Zoëga formaður Vals á Laugar-
dalsvelli að loknum bikarsigrinum á KR í sumar. Mynd Þorsteinn Ólafs.