Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 73
Valsblaðið 2015 73
ein stór fjölskylda og hugsum vel hvert
um annað. Ég er þeirrar skoðunar að
framtíð Vals sé ekki bara björt heldur
sveipuð sigurverðlaunum og dýrðar-
ljóma.“
Edwin segist líka vera dansari og skor-
ar á Valsmenn að skoða Facebook síðu
hans sem heitir Edwino’s dance. „Ég bjó
til sérstakan dans sem ég kalla „Azonto
coming from Ghana“ og mig dreymir um
að fá að kenna hann hér.“
Þorgrímur Þráinsson tók saman
bolta, er frá Ghana og varð tvisvar sinn-
um meistari í heimalandinu. En mig
dreymir um að verða körfuboltaþjálfari.“
Edwin segist njóta hvers augnabliks
þegar hann er í Valsheimilinu. „Ég geri
einfaldlega það sem ég er beðinn um að
gera hvort sem það er að þrífa, taka sam-
an boltana, passa iðkendur eða grípa inn
í fyrir þjálfara sem forfallast. Ég vil ein-
faldlega hjálpa eins mikið til og kostur
er.
Það besta við Val er að við erum öll
Fólkið á bak við tjöldin
Eflaust hafa allir Valsmenn tekið eftir
þeim sérlega jákvæða einstaklingi sem er
niðri að Hlíðarenda nánast öllum stund-
um, sem sjálfboðaliði, þjálfari eða faðir
þriggja barna sem stunda íþróttir með
Val. Þetta er Edwin Boama sem ég held
að hljóti að koma til greina sem glaðasti
maður Íslands, fyrir utan það hversu
kurteis hann er og hvetjandi. Það er mikil
lukka fyrir félagið að eiga svona góðan
félagsmann því gleðin er svo smitandi.
Edwin kom til Íslands sem skiptinemi
árið 1998 en hann er menntaður hag-
fræðingur. „Þrátt fyrir það vinn ég við
þrif en mig dreymir um að verða körfu-
boltaþjálfari,“ segir hann.
„Það var hann „Lalli minn“ sem bauð
mér að spila með Old-boys liði Vals í
körfubolta árið 2002 og frá því ég steig
mín fyrstu skref inn í Valsheimilið hefur
mér liðið eins og ég eigi heima þar. Allir
buðu mig velkominn, sýndu mér mikinn
hlýhug og tóku mér opnum örmum.
Ég á fjögur börn; Linda spilar fótbolta
með Víkingi, Gabríel, 13 ára sem spilar
með 8. og 9. flokki Vals, Sara, 10 ára, er
í körfunni með Val sem og Anton sem er
8 ára.
Ég er í raun atvinnumaður í körfu-
Við í Val erum ein
stór fjölskylda
Segja má að Edwin Boama, körfuboltapabbinn í Val,
sé eins og heimilisköttur félagsins
Edwin ásamt þremur barna sinna sem æfa öll
körfubolta með Val.
Flokkurinn hans hjá Val með
sigurlaun.
Valsmenn – bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár
HENSON