Valsblaðið - 01.05.2015, Page 75

Valsblaðið - 01.05.2015, Page 75
Valsblaðið 2015 75 Hver er Valsmaðurinn? um kannski ekkert sanngjörn. Maður gat samt alltaf séð hverjir höfðu áhuga og lögðu sig fram og hverjir ekki. Þetta var oftast spurning um það, frekar en getu.“ Þegar komið var upp í fjórða flokk hafði hópurinn grisjast mikið og æfing- arnar urðu skipulagðari og enginn rusl- flokkur, bara A-, B- og C-lið. Á þessum árum fóru krakkar líka í sveit á sumrin þannig að það voru alltaf talsvert færri strákar sem æfðu á sumrin en veturna. Margir öflugir leikmenn hurfu bara á vorin. Þá kom oft upp sú staða að menn voru sóttir í sveitina til að spila leik með Val. Yfirleitt komu strákarnir með rútu og fóru svo aftur í sveitina að leik lokn- um. Ég man eftir að Grímur Sæmundsen var í sveit fyrir norðan og var sóttur. Hann var ómissandi því hann var fyrir- liði og snemma leiðtogi. Reynir Vignir var einu sinni í Vatnaskógi og kom held ég bara á puttanum í bæinn.“ Lárus ákvað mjög snemma að verða kokkur. En miðað við áhuga hans á íþróttum væri gaman að vita hvort það hefði aldrei hvarflað að honum að gerast íþróttakennari? Lárus svarar þessu mjög ákveðið. „Nei, ég féll algjörlega fyrir matreiðslunni og mér líður enn í dag mjög vel í þessu starfi. Þetta var bara eitthvað sem ég réði ekki sjálfur. Var í matreiðslu í gaggó Aust og síðan fór ég bara í kokkaskólann og það var ekki aft- ur snúið. Það hvarflaði aldrei að mér að fara í íþróttaskólann. Þetta er svolítið skrýtið.“ ekki langur. „Ég fór í kokkeríið. Vann alltaf vaktavinnu í Múlakaffi. Gat því ekki stundað æfingar. Þá fór ég út í þjálf- un. Þar gat ég ráðið tímanum svolítið sjálfur því þá voru ekki komnir þessir föstu æfingatímar. Þarna er ég ekki nema sautján ára. Ég er svo hjá Val við þjálfun í tíu ár. Frá 1964 til 1974. Þessi fyrstu ár, þegar ég þjálfa fimmta flokk, var þetta meira svona leikskóli, al- veg ótrúlegur fjöldi krakka á æfingum. Gísli Þ. Sigurðsson húsvörður taldi einu sinni 157 stráka á einni æfingunni. Við tókum á móti öllum guttum úr Hlíðun- um. Það eina sem við þjálfararnir gátum gert var bara að taka vel á móti þessum strákum og vera góðir við þá. Við skipt- um hópnum svo niður í A-, B- og C-lið og svo ruslið.“ Ruslið? Fengu þið ekki athugasemdir? Í dag kæmu sennilega fyrirsagnir í fjölmiðlum um slæma meðferð á börn­ um ef þau væru flokkuð í ruslflokk? „Nei, þetta tilheyrði bara og menn gerðu engar athugasemdir. Við horfðum bara á hópinn og reyndum að fylgjast með öllum þessum fjölda og sjá hverjir sýndu áhuga og hverjir ekki. Þarna var talsvert af strákum sem höfðu takmark- aðan áhuga á fótbolta en voru sendir á Valsvöllinn í staðinn fyrir leikskóla. Þá gat farið svo að þú lentir í ruslinu,“ segir Lárus og er greinilega skemmt við að rifja þetta upp. „Þessi flokkun var oft erfið og stund- Knattspyrnufélagið Sinalco Þrátt fyrir malarvelli og aðstöðu sem ekki þætti boðleg í dag voru margir strákar mjög teknískir. „Það var vegna þess að þeir voru í fótbolta allan liðlang- an daginn. Alls staðar á auðum svæðum var leikinn fótbolti. Á róluvöllum og tún- um út um allt. Við stofnuðum meira að segja hverfafélag, Knattspyrnufélagið Si- nalco.“ Nú hlær Lárus lengi því nafnið er frumlegt og minningarnar góðar. Merki félagsins, sem fest var á keppnistreyjurn- ar var einmitt tappi af Sinalco-flöskum. Meðlimir Sinalco voru flestir úr Eski- hlíðinni og auðvitað allir Valsarar líka. Heimavöllur Sinalco var svo Valsvöllur- inn en þar fóru fram „alvöru“ leikir við önnur hverfafélög. „Ég stefni að því að hóa þessum strákum saman á næstunni.“ segir Lárus og hlakkar greinilega til. Lárus lærir til kokks og gerist þjálfari Þegar Lárus var í öðrum flokki kemur snuðra á þráðinn. Hann gat ekki æft af sama kappi og áður þó að hann hafi verið orðinn hluti af meistaraflokki Vals. Hann var t.d. í hópnum sem sigraði Skaga- menn í úrslitaleik bikarkeppninnar á Melavellinum 1965. Lárus vermdi reyndar bekkinn þó að hann hafi upphaf- lega átt að spila leikinn fyrir Ingvar Elís- son sem átti við meiðsli að stríða. Ferill Lárusar í meistaraflokki varð því Lárus árið 1985 með unglinga- landsliðinu sem sigraði Dani 1-0 á Laugardalsvelli.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.