Valsblaðið - 01.05.2015, Qupperneq 121
Valsblaðið 2015 121
Í maí 2015 fórum við, í 7. og 8. flokki
drengja í Val í körfubolta til Gautaborgar
í Svíþjóð í keppnisferðarlag. Við gistum í
skóla og þaðan var um 10 mínútna ganga
að skólanum þar sem öll liðin borðuðu
mat. Við vorum með tvö lið, eitt í 7.
flokki (yngra – 12 ára) og annað í 8.
flokki (eldra – 13 ára). Það voru fjögur
lið í riðli hjá báðum liðum. Bæði liðin
komust upp úr riðlinum og í 16 liða úr-
slit. Bæði liðin unnu í 16 liða úrslitum,
annað á flautukörfu, og komust því bæði
lið í 8 liða úrslit á mótinu. Í 8 liða úrslit-
um tapaði 8. flokkur á móti þýsku liði,
en það lið endaði sem sigurvegari í þess-
um aldursflokki. Yngra liðið, 7. flokkur,
vann sinn leik í 8 liða úrslitum og komst
í undanúrslit. Í undanúrslitum keppti 7.
flokkur á móti úrvalsliði frá Bretlandi.
Valsmenn töpuðu naumlega fyrir því
breska, en þeir enduðu svo á að vinna
þennan aldursflokk. Bæði lið féllu því
með sæmd úr þessu skemmtilega móti,
gegn liðum sem unnu mótið í okkar ald-
ursflokki. Frábær reynsla fyrir okkur og
skemmtilegt mót.
Seinna fórum við Valsmenn í skemmti-
garð sem heitir Liseberg. Þar var mikið
sprellað og rússibanað, stórgóð skemmt-
un fyrir okkur alla. Daginn eftir fórum
við heim til Íslands, kátir en nokkuð
þreyttir. Þetta var mjög skemmtileg ferð
og góð upplifun. Við viljum þakka Gústa
þjálfara, Edda og Svala fyrir ferðina og
foreldrum fyrir góðan stuðning. Áfram
Valur.
Geir Ragnarsson og Ástþór Atli
Valsmenn laufléttir
í lund í Gautaborg
7. og 8. flokkur drengja í keppnisferð í körfubolta
Strákar í 7. og 8. flokki Vals í körfubolta sem fóru í keppnisferð til Gautaborgar. Fremsta röð frá vinstri: Sigurður Már Péturs-
son, Grímur Dagur Grímsson, Snorri Pétursson, Gabríel Douane Boama, Steinn Kári Brekason og Arnaldur Goði Sigurðarson.
Miðröð frá vinstri: Ástþór Atli Svalason, Ólafur Heiðar Jónsson, Leonard Breiðfjörð Þorvaldsson, Geir Ragnarsson og
Sigfinnur Jerzy Guðlaugsson. Aftasta röð frá vinstri: Thor Haaker Björnsson, Eirikur Friðjón Kjartansson, Ívar Guðnason,
Ólafur Björn Gunnlaugsson og Vilji Ragnarsson.
Ferðasaga