Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 130

Valsblaðið - 01.05.2015, Síða 130
130 Valsblaðið 2015 Minningar Bergsteinn R. Magnússon fæddur 1. mars 1941 dáinn 20. mars 2015 Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Mig langar í örfáum orðum að kveðja kæran æskuvin minn Bergstein Ragnar Magnússon. Bergsteinn var drengur góður. Við kynntumst í Val á Hlíðarenda. Hann var aðeins eldri heldur en ég, en það kom alls ekki að sök því í huga Steina vorum við allir jafnir, Friðriksdrengir, sem sát- um með séra Friðrik í gamla félagsheim- ilinu að Hlíðarenda. Hann var vinmargur og voru vinirnir aldrei langt undan, gleðin var honum í blóð borin. Þær eru elskuleg- ar allar minningarnar sem ég get yljað mér við nú frá árunum á Hlíðarenda. Þegar árin liðu urðu samskiptin strjálli eins og gengur, enda flutti Steini með fjöl- skyldu sína til Svíþjóðar atvinnuleysisárið 1968 og bjó þar eftir það fyrst í Malmö en lengst bjó hann í Helsingborg. Steini var í gullaldarliði Vals 1965 þá urðu hann og félagar hans bikarmeistar- ar og árin 1966 og 1967 urðu þeir Íslands- meistarar, þetta eru okkur eldri félögunum ógleymanlegur tími. Þó Steini byggi erlendis meira en helm- ing ævi sinnar þá var hugur hans alltaf á Hlíðarenda þar sem hann átti mörg hand- tök við smíði gamla íþróttahússins ásamt föður sínum og eldri félögum hans. Við Steini endurnýjuðum vinskap okkar að nýju fyrir nokkrum árum á Face book, þá kom svo vel fram hvaða tilfinningar hann bar til Vals og Hlíðarenda Við hugsum um tilgang lífsins, örlög okkar allra og um hvert stefnir við fráfall ástvina okkar og óvissa ríkir í huga okk- ar um stund. Þegar að er gáð er dauðinn ekki aðeins dauði og lífið ekki aðeins líf, heldur er því stundum öfugt farið, dauðinn aðeins áframhaldandi líf og lífið stundum harðara en hel. Af hverju er þetta svo? Ég á ekki eitt svar til við því, en hef samt skilið, að þeir sem við elskum eru alltaf hjá okkur, í ein- hverri mynd, og veita okkur styrk í sorg- inni. Á tímamótum sem þessum öðlast kærleikurinn aukið gildi. Sama er að segja um þá sem elska okkur. Þeir halda áfram, hvert sem leið þeirra liggur, því ástin er sterkari en dauðinn og það sem lifir í minningunni eigum við áfram. Það verður aldrei frá okkur tekið. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. (Kristján Hreinsson) Ég bið góðan guð að styrkja alla ástvini þína, og veit að ég ber þér kveðju margra Valsmanna. Hvíl þú í friði, gamli vinur. Sigurður Snævar Gunnarsson. Steinunn Edda Njálsdóttir fædd 2. júlí 1944 dáin 5. júní 2015 Það er stundum orðað svo að á bak við hvern þann sem árangri nær sé sívinn- andi kona. Nú á dögum getur slíkt orðatil- tæki reyndar alveg eins snúist við. Stein- unn var í öllu falli kletturinn sem stóð með sínum manni Hans Guðmundssyni í öll- um hans verkum fyrir Val, sem leikmað- ur til margra ára og forystumanns. Stein- unn hafði enga þörf fyrir að láta á sér bera en hún vann ötullega að því að móta afar sterka Valsfjölskyldu sem heldur bet- ur hefur látið hefur að sér hveða og fyrir það er félagið þakklátt. Blessuð sé minn- ing þessarar fallegu og góðu konu. Halldór Einarsson Jón Arnfinnur Þórarinsson fæddur 28. des.1926 dáinn 30. júlí 2015 Jón Þórarinsson fyrrverandi kaupmað- ur gekk ungur til liðs við Val og átti þar farsælan feril, lengst af sem leikmaður í bakvarðastöðu en einnig sem stjórnar- maður en umfram allt sem ötull og traust- ur stuðningsmaður. Þeir sem standa fast við bakið á sínum íþróttafélögum eru gjarnan kallaðir bakverðir eða bakhjarl- ar, Jón var dæmigerður slíkur einstakling- ur. Honum var mjög annt um sitt félag og hann var ávallt virkur félagsmaður. Það var skemmtilegt að ræða við Jón um mál- efni félagsins, ávallt var hann ráðagóð- ur og jákvæður, sannkallaður herramað- ur, kurteis og tillitssamur og það var alltaf stutt í húmorinn. Góður Valsmaður sagði á sínum tíma; Valur er ekkert annað en þú, ég og allir hinir. Þeir sem komu að upp- byggingu Vals á erfiðum tímum og þrauk- uðu eru nú óðum að kveðja og eftir standa yngri félagar af báðum kynjum í þakkar- skuld við þessar gömlu hetjur sem unnu til verðlauna og ekki síður hófu félagið til vegs og virðingar. Jón leiddi sanna Vals- fjölskyldu, sonurinn Sævar varð afreks- maður í knattspyrnunni og tengdasonur- inn Lárus Valbert hefur starfað mikið að stjórnar- og félagsmálum innan félagsins. Blessuð sé minning Jón Þórarinssonar. Halldór Einarsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.