Són - 01.01.2005, Blaðsíða 12
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR12
(1) Dróttkvætt rétt (eftir fornum reglum) og dróttkvætt hálfhneppt
10 Fyrri vísan: AM 122 a fol. (Króksfjarðarbók), bl. 94v, frá um 1500 (handrit um
1350–1370). Samræmt með tilliti til: Sturlunga saga (1958:13). Seinni vísan: Add.
11242 (Syrpa Gottskálks), bl. 52r. Bæði vísan og handritið eru frá öndverðri eða
miðri 16. öld. Sjá: Jón Samsonarson (2002:163). Texti vísna frá 1400 og síðar er
hér færður til nútímamáls.
11 Fyrri vísan: AM 68 fol., bl. 1r, síðari hluti 14. eða upphaf 15. aldar (handrit u.þ.b.
1300–1350). Seinni vísan: AM 242 fol. (Codex Wormianus), bl. 85v, fyrri hluti 16.
aldar (handrit u.þ.b. 1350).
Hvað er í heimi verra
en hyggju sótt á nóttum?
Vex af vondri hugsan
vesöl lund og sorg stundum.
Mér hefur mikla stúru
margt selt angur um hjarta,
má oss af ánauð þessi
erfitt nema frá hverfi.
Konu á sér Kross-Jón,
kæn er hún og mjög væn,
fríð er þessi faldreið
og frómum rekkum mjög þekk.
Svinn er sú seimgunn,
við sveitir teit og bjartleit,
hennar vöxtur er víst klénn,
við virða er hún ei stirð.10
Þegar líður að siðskiptum er dróttkvætt minna notað, Jón Arason er
nánast einn um það. Notkun hrynhendu er hins vegar ekki jafntak-
mörkuð og einstaklingsbundin og notkun dróttkvæða sem hafa sterk-
ari tengsl við gamlan, jafnvel heiðinn tíma.
2) Hrynhendur
Bjarni hreppi blessan erna,
Bjarna hjálpi drottinn gjarna,
Bjarna missi belsinn forni,
Bjarna eigi góðu varni,
Bjarni hljóti brúði kjörna,
Bjarna geymi sjóvar stjarna,
Bjarni drekki bjór af hornum,
Bjarna aldrei vinir sé farnir.
Endilega fái Arnór frændi
allan heiður þann ég kann beiða,
auð og seim og yfirvald lýða,
angri sviptur og ógiftu,
um lönd og geima, lögu og sanda
ljósa frægð og sóma nægðir,
líf og heilsu, lukku og gæfu
ljái honum Kristur í himna vistu.11
Um svipað leyti koma fram dæmi um dróttkvæði og hrynhendu
„nýrra tíma“, ort eftir málsreglum eftir hljóðdvalarbreytinguna. Það
eru dróttkvæð erindi með tvírætt áhersluatkvæði í 5. stöðu í vísuorði