Són - 01.01.2005, Blaðsíða 14
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR14
(4) Smærri skáldahættir
16 Fyrri vísan: JS 2 fol., bls. 165, fyrri hluti 16. aldar, líklega 1520–1522 eða 1544/
1547, víða eignuð Böðvari presti eða Sigurði blinda sem ávarp til Jóns. Handritið
er frá 1760, eftir frumriti frá því um 1700. Seinni vísan: Lbs. 42 fol., bls. 73; AM
254 og 255 fol. o.fl. Vísan er frá fyrri hluta 16. aldar (eignuð Jóni og látin vera
svar hans) en handritin eru frá 17. öld. Nánar um þessar vísur sjá: Yelena Yershova
(2003:189–190, 202–203).
17 Gagaraljóð er venjulega ekki talið með grunnháttum rímna en er þó einn af mikil-
vægustu rímnaháttunum, sbr. t.d.: Vésteinn Ólason (1976). Gagaraljóð óbreytt
birtist tiltölulega snemma í rímum, eða um 1500–1525 (sjá: Kristján Eiríksson
2002), en í lausavísum ekki fyrr en í seinni heimildum (og þótt vísur séu þar tald-
ar frá byrjun 15. aldar er erfitt að sanna slíkt, sbr.: Jón Þorkelsson (1888:16, 1.
nmgr., og 193)). Stefjahrun (óbreytt) kemur stundum fyrir í elstu rímum innan um
ferskeytt, til dæmis í Sörlarímum (trúlega 14. öld) og virðist þar ekki aðgreint frá
ferskeyttum hætti, sjá: Kristján Eiríksson (2002).
Margt snýst mjög fort,
minnst tón, herra Jón,
er lukkan ókyrr
um frón, herra Jón,
vultu kóngar varð hált,
viss sjón, herra Jón;
skiljist svo mitt skýrt tal,
skal bón, herra Jón!
Latína er list mæt,
lögsnar Böðvar,
í henni ég kann
ekki par, Böðvar;
þætti mér þó rétt
þitt svar, Böðvar,
ef míns væri móðurlands
málfar, Böðvar.16
Á meðan flestir miðaldahættir eru smám saman að hverfa (þótt
þeir fari aldrei með öllu og eigi eftir að blómstra, til dæmis á tímabili
rómantíkurinnar) koma rímnahættir inn í lausavísur – og fara bratt af
stað. Strax á 14. öld verður vart við fyrstu lausavísu undir eins konar
rímnahætti, það er vísan fræga þar sem Gyrðir biskup kastaði fram
fyrri parti en Eysteinn munkur botnaði. Hún hefur oft verið greind
sem ferskeytla en virðist vera blendingsháttur: það vantar að
minnsta kosti eitt atkvæði (ef ekki heilan braglið) í síðlínur til að hún
gæti talist ferskeytla. Raunar minna síðlínur miklu meira á úrkast með
forlið. Talsvert er um slíka blendingshætti, einkum framan af um-
ræddu tímabili. Hér fylgir annað dæmi þar sem fyrri helmingurinn
stendur nær stefjahruni en hinn síðari gagaraljóði.17