Són - 01.01.2005, Blaðsíða 103
103ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR
Les courants de la lande,
Et les ornières immenses du reflux,
Filent circulairement vers l’est,
Vers les piliers de la forêt,
Vers les fûts de la jetée,
Dont l’angle est heurté par des tourbillons de lumière.
(Sjávarlífsmynd
Vagnar úr silfri og kopar —
kinnungar úr stáli og silfri —
þeyta upp löðrinu —
rífa upp rætur þyrnirunna.
Rastirnar á heiðinni,
og feiknlegar rákir útfallsins,
halda í sveig í austurátt,
í átt til súlnanna í skóginum,
í átt til stofnanna undir bryggjunni,
sem er skekin af hvirfilbyljum ljóss.)
Um efni ljóðsins og framvindu er það einkum athyglisvert hvernig
saman renna í eina heild ólíkar myndir af landi og sjó sem raðað er
upp til skiptis og án tenginga að heita má. (Þannig er til dæmis fyrsta
línan ekki myndhverfing um skipin sem táknuð eru með hluta í stað
heildar (‚kinnungar‘) í annarri línu, eins og ætla mætti við fyrstu sýn.)
Ekkert eimir hér eftir af fastri línulengd frönsku hefðarinnar, engar
samliggjandi línur hafa sama atkvæðafjölda, heldur ræðst lengdin af
‚segðum‘, orðum sem saman heyra setningafræðilega. Rím er með
öllu horfið.
Ljóðið er talið geta verið ort 1873 eða svo en það birtist ekki fyrr
en 1886 og þá með öðrum fríljóðum í tímaritinu La Vogue. Það ár má
telja upphafsár fríljóðsins í Frakklandi og eftir það verður ekki aftur
snúið. Ritstjórinn, skáldið Gustave Kahn, var ötulasti talsmaður þessa
ljóðforms og átti í ritinu nokkur slík ljóð. Jules Laforgue átti einnig
fríljóð í ritinu, bæði frumsamin og þýðingar úr Leaves of Grass eftir
Whitman. Í formála að ljóðabók sinni Premiers poèmes komst Gustave
Kahn seinna svo að orði um mikilvægi hins nýja forms, að það leyfði
hverju skáldi að móta sjálft ljóðlínur sínar og erindi og að „yrkja sína
eigin einstaklingsbundnu hrynjandi í stað þess að íklæðast fyrirfram