Són - 01.01.2005, Blaðsíða 43
JÓÐMÆLI 43
26 Vel skaltu venja
arfa þína,
gjalt þeim sektir
með réttu hófi,
vertu eigi bráðlynd,
brúðurin unga,
fyrr en þú reynir
rétt eð sanna.
27 Föður og móður,
fögur, virða skalt,
gjör það jafnan
með góðum huga
ef þurfa þau
þinna muna,
þeim skaltu þjóna
af góðu hjarta.
28 Stygg þú aldri
stolt að líta
vertu var um það,
vífið fróma,
brúður, elska
þú bræður og systur
en frændur auma
fljóð efla skalt.
29 Guð himnanna
gefi þér, meyja,
giftu alla,
göfug, til handa
svo að þú blífir,
brúðurin unga,
í auðmýkt við Jesúm
æfi langa.
30 Vel skaltu una
þó að volaðir
frændur þínir
á fé þitt segist,
gleð þá jafnan,
göfug, í orðum,
vist þína og drykk
veit með góðu.
31 Lof bið eg syngist
af lýð öllum
þeim himnum stýrir
og heimi öllum
æfinliga
svo aldrei minnkist
almáttur þinn,
enn hæsti drottinn.
32 Get eg þú þjónir,
göfug meyja,
sjálfum guði
af góðu hjarta
miskunnar verk,
mild stunda þú,
sætan fróma,
sex hinu mestu.
33 Fyrir lifendum,
ljúf, skal biðja
síð og árla,
snót, af hjarta
klæð þú nökta,
kæran unga,
gef þyrstum drykk,
þýðlátt barn mitt.
34 Dauðum fylg þú,
víf, til graftar,
vertu vönd um það
vel lík búist,
ræk útlenda
auma jafnan
og leys þá úr höftum
sem bundnir eru.