Són - 01.01.2005, Blaðsíða 105
105ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR
Segja má að Whitman standi utan við meginstraum nútímaljóða.
Hann er mælskur og margorður, gefur tilfinningunum lausan taum-
inn, notar mikið endurtekningar (ekki síst anafóru, endurtekningu í
upphafi línu) og langar ljóðlínur. Engu að síður hefur hann haft áhrif
á mörg skáld á tuttugustu öld, til að mynda bandarísku skáldin Carl
Sandburg og Edgar Lee Masters og seinna Beat-skáldin, ekki síst
Allan Ginsberg.49 Hann var kunnur meðal ljóðavina á Íslandi á
fimmta áratugnum, og til dæmis átti Sigfús Daðason þá Leaves of Grass.
En lengi vel átti hann sér fáa fylgjendur og því er rétt að rekja sögu
fríljóðsins til frönsku ljóðbyltingarinnar.
Nýr áfangi í sögu ljóðformsins verður í Englandi og Bandaríkjun-
um á öðrum áratug 20. aldar í kringum þann fámenna hóp sem for-
sprakkinn, Ezra Pound, gaf nafnið ímagistar. Megináherslan var eins
og nafnið bendir til lögð á myndina, knappa og sjónræna ljóðmynd,
og Pound skilgreindi hana 1913 á þá leið að í henni birtist „samruni
vitsmuna og tilfinninga á ákveðnu andartaki“.50 Önnur vígorð voru
nákvæmni í orðavali og sparsemi, engu orði skyldi ofaukið, og hrynj-
andi skipti miklu máli. Í þriðju grunnreglu hreyfingarinnar hafði
Pound boðað árið áður að hrynjandi ljóðs skyldi vera hrynjandi
tónhendingarinnar, ekki taktmælisins.51 Það er að segja, hún skyldi
vera tilbrigðarík og óbundin af reglukröfum bragarhátta.
Fá ljóð hinna eiginlegu ímagista lifa. En ágætt dæmi eftir skáld sem
stóð utan hreyfingarinnnar en varð snortinn af henni er til að mynda
ljóðið „Fog“ eftir Carl Sandburg (Chicago Poems, 1916):
The fog comes
on little cat feet.
It sits looking
over harbor and city
on silent haunches
and then moves on.
Frægasta ljóð ímagismans, birt 1913, átti þó Ezra Pound, og til er
frásögn hans af því hvernig sýn á neðanjarðarstöð í París varð fyrst
49 Sbr. David Perkins (1976:313).
50 „An ‘Image’ is that which presents an intellectual and emotional complex in an
instant of time.“ Og hann bætti við: „It is better to present one Image in a lifetime
than to produce voluminous works.“ (1963:4).
51 „3. As regarding rhythm: to compose in the sequence of the musical phrase, not
in sequence of a metronome.“ (1963:3).