Són - 01.01.2005, Blaðsíða 18

Són - 01.01.2005, Blaðsíða 18
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR18 annars í þjóðsögum, eru líka einkum myndaðar út frá fornyrðislagi (heilli vísu eða helmingi).29 Það má enn fremur færa rök fyrir því að edduhættir, einkum fornyrðislag, hafi að nokkru leyti verið bragar- hættir almennings. Þeir eru einfaldari en dróttkvæði og því hentugri til dæmis til að tjá bæði snögg viðbrögð og yfirþyrmandi tilfinningar. Fornyrðislag er með öðrum orðum tilvalinn háttur fyrir tækifæris- kveðskap. Enn má nefna að tiltölulega fá atvinnuskáld virðast hafa sótt í edduhætti en hins vegar margir „óbreyttir“ menn sem ekkert liggur eftir nema ein eða tvær vísur.30 Óbein staðfesting á vinsældum edduhátta meðal almennings er einnig að vísur undir þeim eru mest áberandi í fornaldarsögum og gegna þar sama hlutverki og dróttkvæði í konunga- og Íslendingasögum. Edduhættir miðalda héldu að þessu leyti lengur út en dróttkvæði sem hættir lausavísna. Á árunum 1400–1550 hverfa þó lausavísur undir edduháttum jafn- vel þaðan sem þær voru ráðandi að fornu: úr handanheimsvísum, spádómum, draumavísum og sennum.31 Lausavísur um þau efni eru nú ortar undir dróttkvæðum hætti eða nýjum háttum. Ástæður þess eru margvíslegar. Nýir tímar tóku við og gamalt efni tók oft á sig nýtt form. Alls konar sögur voru til dæmis sagðar í bundnu máli, undir rímnaháttum (eða dansháttum) sem voru nú í tísku, og þá fóru vísur undir öðrum háttum, þar á meðal edduháttum, að hverfa úr sögunum og þar með almennt af kveðskaparsviðinu. Auk þess höfðu edduhætt- ir sterk tengsl við fornöldina. Ef til vill náðu lausavísnaskáld á þessu nýja tímabili ekki að yfirstíga þennan tíma- og menningarþröskuld og yfirfæra hættina á veruleika samtímans. Einnig er líklegt að edduhætt- ir hafi á þessu tímabili notið minni virðingar og því hafi síður verið hirt um að færa þá í letur þótt ófáar vísur hafi gengið milli manna. Það 29 Dæmi um slíka vísu er úr Læxdælu, skrifað hér upp eftir Skj. B I (1915:399, 4. v.): „Kosti fyrðar, / ef framir þykkjast, / ok varisk við svá / vélum Snorra; / engi mun við varask, / vitr es Snorri“. Vísan hefur 6 vísuorð, þar sem tvö síðustu eru óbein end- urtekning á 3.–4. línu. Svipaðar vísur eru einnig myndaðar með beinum endurtekn- ingum, og líka út frá heilum fornyrðislagsvísum (8 vísuorð), sbr. Skj. B I (1915:401). 30 Má nefna Vémund Hrólfsson, Vitgeir seiðmann, Hallstein Þengilsson, Steinar Sjónason, Styrbjörn, Stefni Þórgilsson, Halldór Rannveigarson, Óspak Glúmsson, Þórð Vatnsfirðing, Ingimar af Aski, Eirek, Magnús Þórðarson, Loft Pálsson, Snæ- koll Gunnason sem eiga annaðhvort eina vísu undir edduhætti í Skj. eða tvær, en þá er að minnsta kosti ein undir edduhætti. Að vísu má ekki gleyma því að fleiri vísur eftir þessa höfunda gætu hafa týnst (flestir þessir menn eru aukapersónur í miðaldasögum). Ófá eru líka þau tilfelli þegar ein dróttkvæð vísa hefur varðveist eftir mann (ekki er heldur vitað hvort viðkomandi hafi ort meira). 31 Nánar um notkun edduhátta í lausavísum miðalda: Yelena Yershova (2003:97 og áfram).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.