Són - 01.01.2005, Blaðsíða 25
ÍSLENSKAR LAUSAVÍSUR OG BRAGFRÆÐILEGAR BREYTINGAR 25
vísur sýna að bragfrelsi í rímnaháttum er sambærilegt við það sem við
finnum í edduháttum en talsvert meira en í dróttkvæðum fyrir hljóð-
dvalarbreytingu.
Það má segja að hrynhent, sem varð til við samruna latnesks kirkju-
kveðskapar og dróttkvæða, nálgist bragliða-hrynjandi rímnahátta út
frá atkvæðafjölda, sem breyttist smám saman í trókískt bragskema, en
edduhættir nálgist bragliða-hrynjandi út frá áherslumunstri. Þeir síðar-
nefndu hafa frá upphafi ferskipta taktinn og eru beinni leið til rímna-
hátta heldur en dróttkvæði sem virðast hafa átt lítinn þátt í þróun
bragarhátta á 14.–16. öld. Því er ekki að neita að skáldahefð, sem var
svo sterk á Íslandi í fimm hundruð ár, hafi haft talsverð áhrif á rímna-
hætti sem eru í mótun á 13.–14. öld, þ.e. enn á „valdatíma“ drótt-
kvæða, en líklegt er að áhrif frá þeirri skáldskaparhefð hafi borist til
rímnanna frá hrynhendu frekar en beint úr dróttkvæðum.51
Það er ekki einvörðungu hrynjandi sem er lík með edduháttum og
rímnaháttum. Almennt séð eiga edduhættir meira sameiginlegt með
rímnaháttum heldur en dróttkvæði og jafnvel hrynhenda. Bæði eddu-
hættir og rímnahættir (að minnsta kosti þeir einföldu) henta til að
mynda vel fyrir langa frásögn, ólíkt skáldaháttum sem hentuðu verr
í það hlutverk, og átti það stóran þátt í hnignun dróttkvæða á 14.
öld.52 Talsverð líkindi eru einnig með myndmáli rímna og edduhátta.
Að vísu gegna skáldakenningar og einkum heiti miklu hlutverki bæði
í rímum og lausavísum undir rímnaháttum; hvorugt er þó frjótt kveð-
skaparbragð þar enda er þá kenningalist miðaldadróttkvæða horfin
að mestu. Sú tegund myndmáls sem tekin var upp í rímum og reynd-
ist frjósöm nýjung er blómað mál. Það kemur frá Evrópu, líkt og
helstu fyrirmyndir rímnahátta.53 Blómað mál er greinilega frábrugðið
51 Hér má minna á smærri skáldahætti sem hafa einmitt hrynjandi edduhátta en
atkvæðafjölda, innrím og ýmis önnur einkenni dróttkvæðs háttar. Flestir þeirra eru
þó ekki afleiðing eðlilegar þróunar heldur sjaldgæfrar íþróttar og þykir það benda
til þess að einmitt þessir hættir hafi haft lítil áhrif á mótun rímnahátta. Dæmi sýna
ekki heldur þróun í þessa átt enda er aðeins ein vísa þar sem erfitt er að segja til
um hvort hér sé á ferðinni einn af smærri háttum (sbr. innrím, nema í 3. vísuorði;
ekkert endarím) eða einfaldlega óregluleg ferhenda: „Allt er það samstælt / eyjar
og meyjar. / Meyjar þurfa manns vit / þá þeim maginn klæjar“. Vísan er frá um
eða eftir 1500, í handritinu AM 151 4to (139v) frá lokum 15. aldar, og er torskil-
in; „vít“ í handritinu getur verið nafnorðið „vit“ eða forsetningin „við“ en staf-
setningin í handritinu bendir til þess að það fyrrnefnda sé líklegra.
52 Sbr. t.d.: Guðrún Nordal (2001).
53 Um blómað mál, uppruna þess, flokkun og margt fleira sjá: Davíð Erlingsson
(1974).