Són - 01.01.2005, Blaðsíða 36
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR36
1 Kvöðið er yfir börnum
kvæði þetta,
þeim sem við þurfa
þeirra muna.
Þegi þú og huggast,
þýðust barna,
geðug, þér ekki
gangi á móti.
2 Drottin vil eg þess
dýran biðja
að þú spök verðir,
sprakkinn ungi,
og Maríu son,
mildan Jesús,
geymi þig, barn mitt,
svo þú grátir ei.
3 Mun eg þig selja,
mey hin fríða,
guði á hendur
að hann geymi þín.
Hans bið eg umsjá
aldrei hverfi
af þér, hin unga,
um þinn allan aldur.
4 Höfuð með hári,
hold með liðum,
brjóski og blóði,
beinum og sinum,
æðar og það innst er,
allt hvað þér fylgir
gef eg það á guðs vald,
góðu mínu barni.
5 Þér skipti lukku
skaparinn allra,
jóðið góða,
*jöfur á himnum
unni þér.
Þar með allar dróttir,
faðir og móðir,
fljóð allra best.
6 Þegar að hin unga
þýð kann að mæla
greiðist þér ávallt
gott á tungu
Jesús að nefna
og hans helga nafn,
blót og eiða
bið eg að þú forðist.
7 Gefi það, barn mitt,
guð drottinn þér
að þú fljótliga
fróðleik kunnir
og íþróttir
allar hreppir
þær sem kvenmanni
er kringt að nema.
Barngæludiktur