Són - 01.01.2005, Blaðsíða 49
JÓÐMÆLI 49
80 *Veð eru það
líf eða heilsa,
vöxtur á jörðu
þó að vori seint,
ægisbúar
þótt ekki gangi,
þorngrund, eftir
þínum vilja.
81 Lasta þú aldri
lát, góðast fljóð,
það sem gengur
að guðs vilja,
betra er að þegja,
brúðurin unga,
en drottins verk
dýr að minnka.
82 Á tungl og inna
trú þú aldri,
verði allt
að vilja drottins,
lát þér nægjast,
vitrust meyja,
þó að skaparinn
skýrast ráði.
83 Húsa þú aldri,
hoskust meyja,
góðlundað víf,
gjöf vinum þínum,
laun mega dveljast
fyrir lof manna,
gef þeim jafnan
sem best gegnir.
84 Haf þú ráð mín,
hoskust vífa,
þau eru af hjarta
hýru út gefin,
gangi þér dagur
hver að sólu
en þann bestan
að þú deyja skalt.
85 Drottinn gefi það,
barn mitt dýrligt,
að þú hreppir
allt eð góða
og fylgi þér
sem fljóð stundum,
ljúfust, þér til
lífs og sálar.
86 Gefi þér guð minn
gæfu alla
og elski þig,
jóðið góð,
hljóttu af höfðingjum
hylli góða
og alþýðu
allri þokkist.
87 Allt verði þér
að jóðmælum,
meyjan unga,
það eg mælt hefi
hríni það á þér
með heill mestri,
barnið góða,
sem best gegnir.
88 Hlaðist þú dygðum
sem hafið dropum,
haninn fjöðrum
en himinninn stjörnum,
sandur kornum,
foldin götum,
fjöllin steinum,
fiskar í vötnum.