Són - 01.01.2005, Blaðsíða 126

Són - 01.01.2005, Blaðsíða 126
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON126 skáldanna. Á þessum tímapunkti urðu því hvörf í sögu íslenskrar ljóðlistar líkt og orðið höfðu áður í öðrum Evrópulöndum. Strax upp úr stríði fóru þeir Jón úr Vör, Steinn Steinarr, Hannes Sigfússon og fleiri skáld til Norðurlanda og um sama leyti fór Anonymus að birta ljóð sín og ljóðaþýðingar. Á næstu árum rak svo hver bókin aðra þar sem sagt var skilið við íslenska ljóðhefð að verulegu leyti: Þorpið kom 1946, Tíminn og vatnið 1948, Dymbilvaka 1949, Svartálfadans, Ljóð 1947–1951 og Imbrudagar árið 1951. Þeir Jón Óskar og Sigfús Daðason sem fóru ekki strax utan lásu ekki síður af kappi erlend ljóð, eins og Jón greinir frá í endurminn- ingabókum sínum. Hið sama má ráða af bókaeign Sigfúsar. Sá lestur réð tvímælalaust miklu um þá stefnu sem þeir tóku. „[Ég get] varla hugsað mér að „formbyltingin“ hefði orðið nema fyrir áhrif af lestri ljóða eftir erlenda höfunda,“ ritaði Jón Óskar löngu síðar.112 Þeir Jón og Sigfús höfðu mikið samneyti á seinnihluta fimmta áratugarins eins og fram kemur í bókum Jóns, mun nánara en aðrir í skálda- hópnum.113 Meðal annars þýddu þeir töluvert í félagi — í fyrstu kvæði eftir Carl Sandburg, W.B. Yeats, Cecil Day Lewis, E.E. Cummings o.fl., en seinna þýddum við eftir Paul Eluard og Pablo Neruda. Það var Sigfús sem átti frumkvæðið að þessu og hann valdi flest ljóðin. Oftast var hann byrjaður að þýða og jafnvel búinn að gera einhverja beinagrind, þegar hann kom með kvæði til mín.114 Eins og ég leitaðist við að sýna fram á í afmælisgreininni voru einkum þrjú skáld áhrifavaldar um ljóðagerð Sigfúsar þegar fyrsta bók hans Ljóð 1947–1951 var í smíðum, þeir T.S. Eliot, Paul Éluard og Rainer Maria Rilke. Og af bókaeign hans má ráða að um það leyti sem hann fór til Frakklands hafði hann fengið býsna víðtæk kynni af erlendum samtímaskáldskap.115 Um Norðurlandaskáldin skrifaði Jón Óskar af nokkru yfirlæti: 112 Jón Óskar (1977:168). 113 Ein bók Sigfúsar, A Portrait of the Artist as a Young Man eftir James Joyce, er árituð svo: „Sigfús Daðason Rvík ’45, Jón Óskar Rvík 1946, Sigfús Daðason Rvík 1947“. 114 Jón Óskar (1971:33–34). 115 Þegar Sigfús Daðason fór til Frakklands 1951 átti hann meðal annars ljóðabækur á frönsku eftir Paul Éluard, Louis Aragon, René Char og Paul Claudel. Á ensku eftir T.S. Eliot, W.H. Auden, Stephen Spender, C.D. Lewis, Louis MacNeice og Walt Whitman. Á þýsku eftir Bertolt Brecht (og hafði greinilega kynnst Rilke
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.