Són - 01.01.2005, Blaðsíða 108
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON108
nýrri reynslu („við finnum jörð undir fótum okkar […] við finnum
nýja aðferð til að lifa ennþá“).
Ljóðmyndir
Ekki er hægt að fjalla um þróun nútímaljóða án þess að minnast á
myndir í skáldskap. Myndmál hefur verið ríkur þáttur í nútíma-
ljóðlist, eins og reyndar í skáldskap á öllum tímum. Það hefur verið
fyrirferðarmikið í umræðu um nútímaljóð og oft rætt af meiri hita en
ýmislegt annað sem virðist þó engu minna máli skipta. Ég hef rætt
nokkuð hér að framan um þá tegund mynda sem ímagistar aðhyllt-
ust, það er að segja beinar myndir svokallaðar, hlutbundnar og sjón-
rænar. En miklu meira hefur borið á ‚mælskumyndum‘ sem svo eru
nefndar, myndhverfingum og samlíkingum,59 sem oft eru kallaðar
einu nafni líkingar eða myndlíkingar.
Myndhverfing er þýðing á gríska orðinu metafora sem þýðir flutn-
ingur. Í henni felst, í allra einfaldasta skilningi, að merkingarþættir
eins orðs flytjast yfir á annað, að einu fyrirbæri er lýst með eigindum
annars (Lífið er draumur (Calderón), … lélegur leikari (Shakespeare),
… undarlegt fyllirí (HKL)), en samlíkingin notar hinsvegar saman-
burðarorð til að draga upp líkingu („Tilveran er sem einn túkall“
(HKL), „Lífið er / nákvæmlega skoðað / eins hundkvikindis líki“
(SD), „goðýfillinn, fagur eins og handskjálfti drykkjumanna, var að
hverfa við sjónarrönd“60 (Lautréamont)). Á fjórðu öld fyrir Krist fjall-
aði Aristóteles um þessar tvær tegundir líkinga í ritum sínum Mælsku-
listinni og Skáldskaparlistinni og kvað þær sama eðlis, munurinn á þeim
væri lítill. Samlíkingin væri að vísu lengri og segði ekki beinum
orðum „þetta er hitt“.61 Í 22. kafla Skáldskaparlistarinnar segir hann að
ekkert sé jafn mikilvægt og að kunna með myndhverfingar
(metafórur) að fara, þær séu það eina sem ekki sé hægt að fá hjá
öðrum; og til að smíða góðar myndhverfingar þurfi að hafa gott auga
fyrir því hvað líkt sé.62
59 Ég kýs að tala um samlíkingu fremur en viðlíkingu (sem þýðingu á e. simile), því
seinna orðið er óþarflega tæknilegt. Í þýsku og frönsku eru notuð um þetta al-
mennu orðin yfir ‚samanburð‘ (þ. Vergleich, fr. comparaison).
60 „Le scarabée, beau comme le tremblement des mains dans l’alcoolisme, disparais-
sait à l’horizon.“ Isidore Ducasse (1990:257).
61 Mælskulistin 1406b og 1410b.
62 Um skáldskaparlistina (Aristóteles 1976:85). Metafórur er þar þýtt ‚líkingar‘.