Són - 01.01.2005, Blaðsíða 63
LJÓÐSTAFURINN S Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 63
Og í 12. „Passíusálmi“ eru þessar ljóðlínur:14
sem fugl við snúning snýst
sem snaran heldur.
Þeir sem fjallað hafa um bragfræði og útlistað bragreglur hafa ekki
verið á einu máli um hvernig skuli nota hljóðið s í stuðlun. Jóhannes
L. L. Jóhannsson fjallar um gnýstuðla (án þess þó að nota það heiti)
og bendir á að jafnan hafi verið vitað að sérhljóðar (radd-
hljóðar/vocales) séu taldir sem einn stafur í stuðlun og samhljóðarnir
(consonantes) verði að vera hinir sömu „til að tengja vísuorðin, svo
og að stafasamböndin sk, sp og st, gilda hvert um sig sem einn staf-
ur“.15 Síðar í greininni segir Jóhannes:16
Hitt er mjög einkennilegt í þessu efni, og sýnir næmleik ís-
lenzkrar heyrnar, að mörgum er illa við að óhreint s (c: s. á
undan l, m, n,) sé haft fyrir hljóðstaf á móti hreinu s. (c: s á
undan raddhljóð eða hálfhljóð) og hafa þó skáld bæði að fornu
og nýju leyft sér að setja s á móti sl, sm og sn t.a.m. saga-slang-
ur, súr-smjör, söngur-snjall. Mun að vísu slíkt aldrei hafa þótt
prýði, þó að það teljist leyfilegt, því best er að hreint s sé á öllum
stöðunum eða þá óhreint s á þeim öllum.
Niðurlag þessarar efnisgreinar Jóhannesar mætti skilja á þann veg að
hann telji best að annaðhvort sé s + sérhljóð/j/v notað í öllum þrem-
ur tilvikunum (báðum ef ljóðstafir eru tveir) eða þá að nota beri
saman s+l/m/n og gildi þá einu hvert af samhljóðunum þremur fylgi
s-inu. Samkvæmt því væri viðunandi að nota samböndin sl, sm og sn
sem stuðla og höfuðstaf í sama vísufjórðungi. Þetta er þó ekki alveg
áreiðanlegt enda orðalagið óljóst. Verið getur að þegar Jóhannes talar
um að óhreint s skuli vera í öllum stuðlunum eigi hann við að saman
skuli nota sl, sl og sl, sm, sm og sm o.s.frv.
Jakob Jóhannesson Smári ræðir einnig um þessa stuðlun:17
14 Hallgrímur Pétursson (1996:72), feitletrun mín, RIA.
15 Jóhannes L. L. Jóhannsson (1895:244).
16 Jóhannes L. L. Jóhannsson (1895:245).
17 Jakob Jóhannesson Smári (1923:127).
c
c