Són - 01.01.2005, Blaðsíða 56
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR56
15. erindi er stef sem kemur þrívegis fyrir í Barngælubálki sem 19., 31. og
43. erindi.
16. erindi er hið eina í Barngæludikti sem ekki á hliðstæðu í Barngælubálki.
17. erindi samsvarar 27. erindi í Barngælubálki.
18. erindi samsvarar 28. erindi í Barngælubálki.
19. erindi samsvarar 30. erindi í Barngælubálki. — Í framfærslubálki í
landslagabók Íslendinga eru skýr ákvæði um skyldu manna að fram-
færa óvinnufæra eða févana ættingja sína og er hér til þess vísað, sjá
Jónsbók. Ólafur Halldórsson gaf út. Kh. 1904, 100–108.
20. 4 synd] má leiðrétta í sæmd samkvæmt 57. erindi í Barngælubálki sem
samsvarar þessu erindi.
21. erindi samsvarar 15. erindi í Barngælubálki.
22. erindi er neðst á bl. 1v í handriti og vantar á síðustu tvö vísuorðin
og síðan á kvæðið sjálft, óvíst hve mikið. Erindið samsvarar 14. er-
indi Barngælubálks sem þar er heilt.
23. erindi hefst efst á bl. 2r í handriti og vantar á fyrsta vísuorð. 23.–28.
erindi samsvara 88.–93. erindi í Barngælubálki.
25. Í erindinu er fólgið nafn skáldsins, sbr. 90. erindi í Barngælubálki.
26. Í erindinu er fólgið nafn meyjarinnar sem ort er til, sbr. 91. erindi í
Barngælubálki.
Barngælubálkur í AM 720 b 4to
20.3 sjálf] ágiskun útgefanda, skinnlag rifið úr handriti.; gladliga JS 531
4to. —20.8 verða] svo JS 531 4to; skinnlag rifið úr handriti.
21.5 þinna] svo JS 531 4to; skinnlag rifið úr handriti.
36. 4 gunna] þ. e. gumna, manna.
37. 3 vorskuldir] þ. e. vorgjöld sem landeigendur létu innheimta að vori
af leiguliðum fyrir afnot af jörðum eða kvikfé.
38.6 sýslur] svo JS 531 4to; skinnlag rifið úr handriti. 38.7 hygg] svo JS
531 4to; skinnlag rifið úr í handriti.
39.3 með gáti] svo JS 531 4to; skinnlag rifið úr í handriti. — 39.8 kapp-
ar ræði] ágiskun samkvæmt 10. erindi í Barngæludikti; kapp sést ein-
ungis, því skinnlag er rifið úr handriti.
40.5 en] ágiskun útgefanda; skinnlag rifið úr handriti.
41.1 bjarta] ágiskun, skinnlag rifið úr handriti svo að ekki sést nema b
og tta; Jód þetta JS 531 4to.
42. Á spássíu er jafnarma kross og upphafslína stefsins sem vísað er inn
í texta, sbr. 19. og 31. erindi sem einnig eru merkt með jafnarma
krossi í handriti.
50.7 OOit] ólesandi, rifa í handriti.
55.5 auricularis] latína, þ. e. ráðsmaður, umboðsmaður.