Són - 01.01.2005, Blaðsíða 112
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON112
Myndir, sáldrist niður eins og pappírsstjörnur. […] Snjóiði,
myndir, jólin eru komin.74
Aragon
En myndkenningar súrrealista eru merkilegar og höfðu mikil áhrif.
Eftir að Benedikt Hjartarson og fleiri þýddu stefnuyfirlýsingar ýmissa
frammúrstefnuhreyfinga á 20. öld eru þær aðgengilegar á íslensku. Í
Fyrra súrrealistaávarpinu (1924) gerir Breton meðal annars grein fyrir
myndskilningi sínum. Hann vitnar fyrst í skilgreiningu skáldsins
Pierre Reverdy á ljóðmynd:
Myndin er hrein sköpun andans.
Hún getur ekki orðið til við samanburð heldur við tengingu
tveggja veruleika sem eru meira eða minna fjarlægir.
Því langsóttara og réttara sem samband veruleikanna tveggja
sem tengjast er, því sterkari verður myndin, þeim mun meiri til-
finningaþrótti og skáldlegum veruleika býr hún yfir.75
Lengra fer Breton ekki í tilvitnun sinni í Reverdy, en framhald henn-
ar er lærdómsríkt. Reverdy segir:
Tveir veruleikar sem ekkert samband er á milli geta ekki tengst
svo vel sé. Þá verður engin myndsköpun. […] Mynd er ekki
sterk vegna þess að hún sé hastarleg eða fjarstæðukennd — heldur
af því að hugtengslin eru langsótt og rétt.76
74 „Images, descendez comme des confetti. […] Neigez, images, c’est Noël.“ Louis
Aragon (1966:102).
75 „L’image est une création pure de l’esprit. / Elle ne peut naître d’une comparaison
mais du rapprochement de deux réalités plus ou moins éloignées. / Plus les rap-
ports des deux réalités rapprochées seront lointoins et justes, plus l’image sera
forte — plus elle aura de puissance émotive et de réalité poétique.“ André Breton
(1972:31). — Ég fer að mestu eftir þýðingu Benedikts Hjartarsonar í Yfirlýsingum
(2001:413) en vík þó frá henni á stöku stað. Einkum held ég að hæpið sé að þýða
hér orðið comparaison: samanburður — með tækniorðinu ‚viðlíking‘, þó orðið hafi
stundum þá merkingu, því hér virðist mér verið að stilla upp andstæðum: saman-
burði annarsvegar og tengingu hinsvegar.
76 „Deux réalités qui n’ont aucun rapport ne peuvent se rapprocher utilement. Il n’y
a pas création d’image. […] Une image n’est pas forte parce qu’elle est brutale ou
fantastique — mais parce que l’association des idées est lointaine et juste.“ Hér ívitn-
að eftir Henri Béhar o.fl. (1992:354–55).