Són - 01.01.2005, Blaðsíða 19

Són - 01.01.2005, Blaðsíða 19
ÍSLENSKAR LAUSAVÍSUR OG BRAGFRÆÐILEGAR BREYTINGAR 19 er þó hæpið að fullyrða nokkuð í þessum málum enda er engin bein og traust vitneskja um edduhætti í lausavísum í munnlegri geymd milli svartadauða og siðskipta. Það virðist þó frekar ólíklegt að edduhættir í lausavísum hafi horf- ið með öllu og með það í huga er rétt að snúa aftur að spurningunni um uppruna rímnahátta. Vésteinn Ólason hefur sýnt fram á að ýmsir grunnhættir rímna komu úr evrópskum kveðskap32 og verður hér gengið áfram út frá því en einnig hugað að því hvaða íslenskir hættir hafi jafnframt getað stuðlað að þróun þeirra. Fyrst ber að nefna hrynhendu sem var á sínum tíma einnig fengin að láni frá meginlandinu úr kirkjulegum kveðskap33 og samsvarar breiðhendu í því er varðar hrynjandi. Mikilvægi hrynhendu í mótun ferskiptra rímnahátta er auðséð. Hins vegar virðist enn ekki ljóst hversu stóran þátt aðrir skáldahættir áttu í myndun rímnahátta, þótt margt hafi verið skrifað um það í tímans rás. Í bókinni Skaldic Poetry, sem var nefnd í upphafi þessarar greinar, tengir Inna Matyushina rímur við skáldahætti: dróttkvætt og hrynhent. Hún heldur því meðal annars fram að rímur hafi sennilega erft frá þeim alla sína bragfræði (eins og myndmálið): stuðlasetningu, innrím, greinarmun á löngum og stuttum atkvæðum, fjölda áhersluatkvæða og áherslulausra atkvæða.34 Inna líkir enn fremur ferhendu, grundvallarformi rímna, við vísuhelming í skáldaháttum: frumlínum ferskeytlu við vísuorð í hrynhendu og síðlínum við vísuorð í dróttkvæðum hætti. Helmingur hrynhendu samsvarar auðsjáanlega ákveðnum gerðum ferhendu. Líkindi á milli ferhendu í rímum og helmings dróttkvæðs háttar (aðalhátta skálda á 9.–14. öld) eru ekki jafnskýr. Grundvallar- regla í dróttkvæðum er sú að vísuorð hefur að jafnaði 6 bragstöður, sam- tals 24 í helmingi; ferhenda með 6 bragstöður í hverju vísuorði er ekki til meðal rímnahátta þótt fyrir komi að síðlínur hafi 6 bragstöður (til dæmis í ferskeytlu) eða að samanlagður fjöldi bragstaðna í ferhendu sé 24 (sbr. úrkast, dverghent). Meira máli skiptir þó að grunnlína fer- hendra rímnahátta hefur 4 ris (þ.e. 4 bragliði, 7–8 atkvæði) en drótt- kvætt vísuorð hefur jafnan 3 ris (og þar með 6 eða 7 atkvæði). Drótt- 32 Vésteinn Ólason (1976). 33 Vésteinn Ólason (1992:222 og áfram). 34 Gurevich, Matyushina (2000:692).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.