Són - 01.01.2005, Síða 19
ÍSLENSKAR LAUSAVÍSUR OG BRAGFRÆÐILEGAR BREYTINGAR 19
er þó hæpið að fullyrða nokkuð í þessum málum enda er engin bein
og traust vitneskja um edduhætti í lausavísum í munnlegri geymd
milli svartadauða og siðskipta.
Það virðist þó frekar ólíklegt að edduhættir í lausavísum hafi horf-
ið með öllu og með það í huga er rétt að snúa aftur að spurningunni
um uppruna rímnahátta.
Vésteinn Ólason hefur sýnt fram á að ýmsir grunnhættir rímna
komu úr evrópskum kveðskap32 og verður hér gengið áfram út frá
því en einnig hugað að því hvaða íslenskir hættir hafi jafnframt getað
stuðlað að þróun þeirra.
Fyrst ber að nefna hrynhendu sem var á sínum tíma einnig fengin
að láni frá meginlandinu úr kirkjulegum kveðskap33 og samsvarar
breiðhendu í því er varðar hrynjandi. Mikilvægi hrynhendu í mótun
ferskiptra rímnahátta er auðséð. Hins vegar virðist enn ekki ljóst
hversu stóran þátt aðrir skáldahættir áttu í myndun rímnahátta, þótt
margt hafi verið skrifað um það í tímans rás. Í bókinni Skaldic Poetry,
sem var nefnd í upphafi þessarar greinar, tengir Inna Matyushina
rímur við skáldahætti: dróttkvætt og hrynhent. Hún heldur því meðal
annars fram að rímur hafi sennilega erft frá þeim alla sína bragfræði
(eins og myndmálið): stuðlasetningu, innrím, greinarmun á löngum
og stuttum atkvæðum, fjölda áhersluatkvæða og áherslulausra
atkvæða.34 Inna líkir enn fremur ferhendu, grundvallarformi rímna,
við vísuhelming í skáldaháttum: frumlínum ferskeytlu við vísuorð í
hrynhendu og síðlínum við vísuorð í dróttkvæðum hætti.
Helmingur hrynhendu samsvarar auðsjáanlega ákveðnum gerðum
ferhendu. Líkindi á milli ferhendu í rímum og helmings dróttkvæðs
háttar (aðalhátta skálda á 9.–14. öld) eru ekki jafnskýr. Grundvallar-
regla í dróttkvæðum er sú að vísuorð hefur að jafnaði 6 bragstöður, sam-
tals 24 í helmingi; ferhenda með 6 bragstöður í hverju vísuorði er ekki
til meðal rímnahátta þótt fyrir komi að síðlínur hafi 6 bragstöður (til
dæmis í ferskeytlu) eða að samanlagður fjöldi bragstaðna í ferhendu sé
24 (sbr. úrkast, dverghent). Meira máli skiptir þó að grunnlína fer-
hendra rímnahátta hefur 4 ris (þ.e. 4 bragliði, 7–8 atkvæði) en drótt-
kvætt vísuorð hefur jafnan 3 ris (og þar með 6 eða 7 atkvæði). Drótt-
32 Vésteinn Ólason (1976).
33 Vésteinn Ólason (1992:222 og áfram).
34 Gurevich, Matyushina (2000:692).