Són - 01.01.2005, Blaðsíða 133
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 133
Lokaorð
„Il faut être absolument moderne,“ orti Rimbaud eins og frægt er,134
maður verður að vera nútímamaður fram í fingurgóma. Og næmir
listamenn hafa löngum fundið hjá sér ríka þörf fyrir að vera sam-
kvæmir sínum tíma.135 Krafan um það var ekki að hljóma í fyrsta sinn
hérlendis um miðja öldina. Einhverja snjöllustu lýsingu á slíkri þörf
sem til er á íslensku skrifaði Halldór Laxness rúmlega tvítugur í grein
sem heitir „Tíska og menníng“. Árið var 1925 og Halldór sagði:
Ljóðskáld, sem er eigi andlegt afkvæmi tímans sem hann lifir á,
er hvorki lands né lagar dýr. Á Íslandi er hinn mesti síðgotúngs-
bragur á allri menníngu, og hættir ljóðskáldum til að vera
eftirhreytur eldri tíma og tíðaranda. Er hér enda leitun á menta-
manni sem eigi sé að minstakosti tuttugu til fimtíu árum á eftir
tímanum í allri hugsun og hátterni.
Og ennfremur —
Menn sem rosknir eru orðnir, og lifað hafa fífil sinn fegurstan í
listum fyrndrar tísku, rísa vitaskuld öndverðir gegn hinu nýa,
og er þetta í rauninni ekki annað en sagan um gáng lífsins.
En hann bætti við —
Ég hef aldrei fylt flokk þeirra sem láta anda kalt í garð íhalds-
manna. Mér finst hrifni roskinna manna yfir gömlum stefnum
texti (það gildir sérstaklega um Apollinaire). Nýlega rakst ég svo á frásögn Matt-
híasar Johannesen af skýringu sem hann skrifaði við „Únglínginn í skóginum“ og
sýndi Halldóri: „[Í] frægasta ljóði skáldsins Únglíngnum í skóginum eru áhrif frá
súrrealisma André Bretons“, en því mótmælti Halldór „fast og ákveðið og [sagði]:
„Nei, það ljóð er meira í líkingu við Appollinaire [svo]“.“ Matthías Johannesen
(1985:211–212). — Um Guillaume Apollinaire segir Halldór í Sjömeistarasögu
(1978:99): „…um árabil ofarlega á skáldaskrá nútímafrakka hjá undirrituðum“.
134 Í prósaljóðinu „Adieu“ í Une saison en enfer, Arthur Rimbaud (1972:116).
135 Þannig hef ég skilið þessi orð Rimbauds og þannig hafa þau að ég held yfirleitt
verið skilin. Franski fræðimaðurinn Henri Meschonnic leggur þó aðra merkingu
í þessa ‚flaggsetningu‘ (phrase-drapeau) nútímaskáldskapar, þá sumsé að orðið mo-
derne hafi þarna neikvæðan tón, Rimbaud sé að tala um þá kvöð að fylgja nú-
tímanum, „víti nútímans“, í stað þess að halda á vit hins ókunna (l’inconnu). Henri
Meschonnic (1993:123–27). Undir þessa skoðun hefur landi hans bókmennta-
fræðingurinn Antoine Compagnon tekið nýlega (2005:11–12).