Són - 01.01.2005, Blaðsíða 131

Són - 01.01.2005, Blaðsíða 131
ÞANKABROT UM LJÓÐBYLTINGAR 131 Halldór er ómyrkur í máli að vanda en hafa má í huga við lestur ádrepunnar að hann hafði áður lagst gegn bæði prósaljóðum (‚ljóðum í óbundnu máli‘) og fríljóðum (‚braghöltum ljóðum‘): Ekki aðeins öll „ljóð í óbundnu máli“ eru á íslensku ljótt prósa, heldur einnig öll braghölt ljóð. Leirskáld, sem höfðu ekki lag á að láta standa í hljóðstafnum, hafa gert sitt til að rugla íslenskt brageyra, bæði með þeirri tegund af hlægilegu prósa sem þeir kalla „ljóð í óbundnu máli“, óreglulegri notkun bragliða og setníngu ríms (samsvarandi ljóðlínur innan erindis mislángar, eða mismargar ljóðlínur erindis innan sama kvæðis, og því- líkt).127 — og skilgreint ljóðlist mjög þröngt: Mikill hluti af skáldskap nútímans er ein ruslakompa af ósam- stæðum brotum […] menn láta prenta rímlausan og óversaðan texta með misjafnlega laungum línum einsog um ljóðlínur væri að ræða […] það er einsog skáldið hafi gleymt að einmitt með því að sleppa rími og versgerð er hann blátt áfram að skrifa óbundið mál, — það er ekki til annar munur á bundnu máli og óbundnu en sá sem felst í versgerðinni.128 Lagleg U-beygja þetta hjá skáldinu sem ort hafði „Únglínginn í skóg- inum“ og „Rhodymenia palmata“ liðlega tvítugur.129 Því Halldór var á yngri árum eina ljóðskáldið á Íslandi sem tók mið af því sem var að gerast í ljóðlist á meginlandi Evrópu. Þremur áratugum síðar fordæmir hann með síðustu tilvitnuninni hér að framan, sem lesin var yfir norsk- um menntamönnum, ekki einungis vaxtarbroddinn í íslenskri sam- tímaljóðlist heldur lungann úr ljóðbókmenntum Evrópu og Norður- Ameríku í hartnær hálfa öld. Reyndar efast maður um það hér sem stundum endranær hversu alvarlega beri að taka yfirlýsingar Halldórs, enda nefnir hann í sama fyrirlestri Pablo Neruda sem það ljóðskáld aldarinnar sem sambærilegt sé við Picasso í myndlist, Brecht í leiksviðs- 127 „Hin hvítu skip Guðmundar Böðvarssonar“ (1962:139). 128 „Vandamál skáldskapar á vorum dögum“ (1955:198–99). — Svipað orðalag er í „Formála að ljóðasafni úngra skálda í Mentaskóla Reykjavíkur 1965“; aðal- áherslan þar er þó á að ljóð séu „ekki til að lesa heldur til að sýngja“ (1971:9). 129 Greinargott yfirlit yfir ljóðagerð Halldórs er hjá Eysteini Þorvaldssyni: „Ljóðagerð sagnaskálds“ (2002:49–67).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.