Són - 01.01.2005, Blaðsíða 22
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR22
(9) Edduhættir og rímnahættir: fornyrðislag sem breiðhent,
ljóðahátt sem ferskeytt
Hljóðs bið ek allar / <helgar> kindir,
meiri ok minni, [/] mÄgo Heimdalar;
vildo at ek, ValfÄðr, / vel fyr telia
forn spiÄll fira, / þau er fremst um man.
Þegi þú, Frigg, / þú ert FiÄrgyns mær
ok hefir æ vergiÄrn verit,
er þ[á] Véa ok Vilia / léztu þér, Viðris kvæn,
báða í baðm um tekit.
Að vísu er ekki um að ræða nákvæma samsvörun milli edduhátta
og rímnahátta, það sést meðal annars á því að stuðlasetning eddu-
hátta gildir ekki í rímum (stuðlasetning hrynhendu frá 14. öld passar
betur í rímnahætti og er fullkomnuð þar). En líkindin í hrynjandi
edduhátta og rímnahátta eru áberandi meiri heldur en milli ferhendu
og dróttkvæða. Einnig þarf að taka tillit til þess að á 14.–16. öld,
umrótartíma í íslenskum kveðskap, gengu um ófáar lausavísur sem
voru óreglulegar á allan máta, meðal annars í stuðlasetningu:
(10) Lausavísur 14.–16. aldar: óregluleg stuðlasetning
40 Fyrri vísan: Add. 11242 (Syrpa Gottskálks), 50r, bæði vísan og handritið eru frá
öndverðri eða miðri 16. öld. Aðeins einn stuðull er í 1. vísuorði. Seinni vísa: AM
375 4to, AM 213 fol. og fleiri handrit; sbr.: „Biskupa-annálar Jóns Egilssonar“
(1856:35). Vísan á að vera frá því um 1433.
Jesús Kristus vor herra,
hann gjöri oss <ei(?)> verra
en gott <öl> og góðan *mat
og góða kvinnu með stórt gat.
Ólafur hinn illi,
biskupa spillir,
þó gerði Jón enn verra,
hann sá ráð fyrir herra. 40
Í báðum þessum vísum liggur óreglan í fleiru heldur en stuðlasetning-
unni einni. Fyrri vísan virðist vera stafhenda en kvenrím í fyrstu
tveimur vísuorðum er ekki venjulegt fyrir þennan hátt þótt það komi
stundum fyrir. Seinni vísa er enn athyglisverðari að því leyti að fyrstu
tvö vísuorðin má greina sem fornyrðislag (með einhvers konar enda-
rími sem nægir þó varla til að mynda runhendu) en 3. og 4. vísuorð