Són - 01.01.2005, Blaðsíða 31
1 Sjá til að mynda Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri III. Nýtt safn. Árni Böðvarsson og
Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna. Rvk 1955, 201.
2 Flateyjarbók I. Christiania 1860, 358–359.
3 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. Safnað hafa Jón Árnason og Ólafur
Davíðsson. IV. Þulur og þjóðkvæði. Kh. 1898–1903, 254–270; Jón Samsonarson.
„Barnagæla.“ Hugtök og heiti í bókmenntafræði. Jakob Benediktsson ritstýrði. Rvk.
1983, 26–27; Jón Samsonarson. Ljóðmál. Rvk. 2002, 75–149.
Guðrún Ása Grímsdóttir
Jóðmæli
Inngangur
Sögur segja að völvur eða nornir fóru um lönd og spáðu mönnum
aldur, einkum ungum börnum, kallast slíkar spásagnir jóðmæli.1 Ein
elsta sögnin er í Norna-Gests þætti sem felldur er í Ólafs sögu
Tryggvasonar í Flateyjarbók. Þar segir að þegar Gestur var barn í
vöggu komu nornir og spáðu honum örlög; sögðu hann mundu mik-
inn auðnumann verða.2 Börn hafa um aldir verið hugguð og svæfð,
frædd og glödd með smáversum, barngælum, ljúflingskvæðum og
þulum.3 Í þann kveðskap fléttast fyrirbænir og áköll til æðri máttar-
valda að þau gæti barnsins, svo og heilræði um hvernig barnið megi
ganga réttleiðis ævilangt og ástunda manndyggðir sem í kvæðum er
líkt við gæfuspor. Barngælur liðinna alda eru bergmál af örlagaspám
norna; auðnugjöf ljóðmælanda til barns sem hann ann. Á þessum
meiði er kvæðið sem hér er prentað fyrsta sinn í tveimur varðveittum
gerðum, hvor undir sínu heiti. Fyrst fer Barngæludiktur og þá Barngælu-
bálkur. Kvæðið er ort til meybarns undir fornyrðislagi eða ljúflingslagi
af föður eða í orðastað hans (sbr. 53. erindi í Barngælubálki hér á eftir).
Það er leiðarvísir handa bóndadóttur að ganga á guðs vegum; í því
enduróma fornar spásagnir norna, hnitmiðaðar í 87. erindi Barn-
gælubálks: „Allt verði þér / að jóðmælum / meyjan unga / það eg mælt
hefi / hríni það á þér / með heill mestri / barnið góða / sem best
gegnir.“
Gerðirnar tvær eru náskyldar, skrifaðar á uppskafin skinnblöð