Són - 01.01.2005, Blaðsíða 42
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR42
17 Auð elska þú eigi svo
né arfa þína
að þú Guði þínum
gleymir í neinu.
Láttu jöfnuðinn
ljúfust fylgja
góðu verki,
það er gæfan mest.
18 Byrja skal eg
barna huggan,
stef til handa
stoltu fljóði,
og biðja þess
blíðan drottin
að hans mey firri
öllum meinum.
19 Lof bið eg syngist
af lýð öllum
þeim himnum stýrir
og heimi öllum
æfinliga
svo aldrei [minnkist
al]máttur þinn,
enn hæsti drottinn.
20 Vertu iðjudrjúg,
vífið fróma,
og *sjálf gakk
um sýslur allar,
fylgdu að vinnu
fólki þínu
þá mun verkdrjúgt
*verða svanna.
21 Ef þér dyggvir
drengir þjóna
haltu eigi
kaupi hjóna *þinna,
bú þú að góðum,
brúður, harðla vel
trú eg það ekki
tjónsamt verði.
22 Vertu [ei b]akmál,
brúðurin unga,
né til annarra
títt að ræða,
illt hlýtur jafnan
af bakmælgi,
gjörir það öngvum
neitt til góða.
23 Geymdu vel, góðlund,
gripa þinna
því að misjafnan
margan hittir,
illt er að styggja
auman með gátum
ef þú fé þitt
finnur eigi.
24 Hús þín gjör þú
heit jafnliga
ef kaldur eða klæðlaus
kann þau að hitta,
það er þriðjungur,
þýðust kvenna,
góðra verka,
geymdu að því.
25 Gæt þú ráð mitt,
göfug, sem eg beiði,
láttu eigi auman
lágt mjög sitja,
veistu aldri
nær þín vitjar
guð af himnum
gott barn húsa.