Són - 01.01.2005, Blaðsíða 146

Són - 01.01.2005, Blaðsíða 146
HJALTI SNÆR ÆGISSON146 legt að vera fyrstu ljóðabækur skáldkvenna á þrítugsaldri, báðar eru lagðar í munn ungra kvenna sem tala til sambýlismanns eða elsk- huga, auk þess sem óheft ímyndunarafl og viss hryllingur setja svip sinn á bæði verkin. Ást og appelsínur er þó frábrugðin hinni að mörgu leyti. Hún er nær því að vera „venjuleg“ ljóðabók, ljóðin bera heiti eða númer og framvinda eða þróun frá einu ástandi til annars er ekki eins mikilvæg. Ást og appelsínur skiptist í átta hluta. Grunnurinn að þeirri skiptingu liggur ekki alveg í augum uppi enda er textinn alls staðar svipaður áferðar og endurtekningasamur í meira lagi. Málnotkun Þórdísar er ekki eins frjó og hjá Kristínu, stíllinn er yfirleitt frekar snyrtilegur og endurspeglar ekki alveg þær óhömdu ástríður og ofsafengnu líkams- lýsingar sem koma svo mikið við sögu. Hið líkamlega er upphaf og endir verksins, líkami og líkamsvessar eða líkamshlutar koma fyrir í næstum öllum ljóðunum. Formið er einræða konu eða stúlku sem talar til mannsins sem hún elskar. Hún er yfir sig ástfangin en sveifl- ast þó milli ástar og haturs. Eina stundina dásamar hún fegurð og yndisþokka viðmælanda síns, þá næstu fordæmir hún hann, oftast í kjölfar vonbrigða sem hún verður fyrir með hann: Ég [...] sveimaði kringum þig þar sem þú svafst eins og fallegasta líkið í veröldinni þuldi síðan ljóðið sem ég samdi fyrir þig og þú sagðir að það væri drasl helvítis fíflið þitt6 Ástir elskendanna tveggja taka á sig ýmsar myndir og misfagrar. Ástinni er iðulega slegið saman við ofbeldi og limlestingar, ljóðmæl- andinn biður elskhuga sinn um að skera sig á hol, hann kyrkir hana og hún opnar á honum magann og fyllir af alls kyns smáhlutum. Líkömum elskendanna er ítrekað líkt við matvæli. Elskhugi ljóðmæl- andans er „með egg í hárinu / og þykkar varirnar / glansandi af smjöri“ (bls. 37), þau sleikja, bíta og sjúga safann hvort úr öðru (eins og úr appelsínu), hún segist vilja éta hann og fær ósk sína uppfyllta í sjötta hluta bókarinnar: „Ég aflima / úrbeina / sker þig í bita / salta og krydda / og steiki á pönnu / háma þig svo í mig / af greddu og ást“ (bls. 55). 6 Þórdís Björnsdóttir (2004:22).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.