Són - 01.01.2005, Blaðsíða 20
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR20
kvætt vísuorð virðist niðurstaða mjög sérstæðrar þróunar — allt að því
ónáttúrulegrar, ef við tökum gilda þá útbreiddu kenningu að fjór-
skiptur taktur er bæði einfaldastur og eðlilegastur.35
Þrískipt dróttkvætt vísuorð fellur ekki inn í bragskema ferhendu.
Til þess að fá ferhendu úr dróttkvæðum helmingi verður að gera ráð
fyrir því að eitt til tvö atkvæði hafi bæst við venjubundið dróttkvætt
vísuorð. Slíkt virðist þó harla ólíklegt. Trúlegt er að dróttkvætt hafi
orðið til við það að tvö klásúlu-atkvæði bættust við stutta – ferskipta
– línu fornyrðislags en vafasamt er að fleiri atkvæði hafi seinna bæst
við dróttkvætt vísuorð aftan við á klásúlu. Viðbætur á öðrum stöðum
í vísuorði eru einnig ósennilegar: dróttkvætt vísuorð var sterk eining
þar sem hver bragstaða hafði ákveðið hlutverk. Meðal þeirra 70 vísna
sem liggja til grundvallar þessari grein eru og engin dæmi sem gætu
bent til þess að mótun rímnahátta hafi verið á þessa leið. Allar eftir-
farandi vísur greinast sem dróttkvæðir helmingar þrátt fyrir nokkurt
bragfrelsi, til dæmis forlið sem var alls ekki jafnalgengt í dróttkvæðum
miðalda (en nokkuð algengari eftir hljóðdvalarbreytinguna), og þrátt
fyrir almenn líkindi við hrynjandi rímna.
(8) Myndun rímnahátta: dróttkvætt og rímnahættir
35 Sjá: Attridge (1982), Kristján Árnason (2003) og tilvísanir þar.
36 Fyrstu þrjár vísurnar eru í AM 604 a 4to (Staðarhólsbók), runhendurnar á bls. 79,
30–31, hálfhneppt á bls. 60, öndverð eða mið 16. öld, handrit um 1550; sú fjórða
í Add. 11242 (Syrpa Gottskálks), bl. 39r, öndverð eða mið 16. öld.
Runhenda dregin af dróttkvæðum
helmingi (?)
Rangt skrifar nú rekkur,
reiknast má slíkt hvekkur,
svangur er minn sekkur,
en sess er kallaður bekkur.
Sami háttur:
Dökknar dreng fyrir augum,
en drósin er hlaðin baugum,
heima er hrafn á haugum,
hæverskt vífið á Laugum.
Dróttkvætt hálfhneppt,
helmingur (?)
Nauðir gjöra nú stríð,
náða fæ ég síst gáð,
þoli ég hart fyrir þorn-spöng,
þrunginn af gleði út.
Runhenda dregin af hálfhnepptum
hætti, helmingur (?)
Lýr mig leti og slen,
svo er stirður sem trén,
skjótlega eyðast fén
ef ekki kemur igen.36