Són - 01.01.2005, Blaðsíða 90

Són - 01.01.2005, Blaðsíða 90
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON90 „Vorsól“ er með afbrigðum samræmisfull smíð, bragurinn reglu- legur (fjórir hnígandi tvíliðir í línu nema stúfur í 4. og 6. línu), rím- mynstrið einfalt og formfast (AAAbAb), og endurtekið kvenrím stuðlar að því flæði sem er einkennandi fyrir ljóðið. Jafnvel ljóðstafa- setningin er venju fremur regluleg (síðstuðlun undantekningalítið). Hjá Eliot má hinsvegar tala um upplausn bragformsins þó enn séu reynd- ar leifar af því eftir. Ljóðlínur eru mjög misjafnar að lengd, frá tveimur upp í sex áhersluatkvæði („Let us go, through certain half- deserted streets, / The muttering retreats“), en þó eru einar sex þeirra alveg regluleg stakhenda (jambískur fimmliðaháttur) og fleiri nálægt því að vera það. Bragliðir eru einnig ójafnir og hrynjandin því misgeng. Rímið bindur víða tvær línur saman, en aðrar eru stakar, allt rím er karlrím nema „is it | visit“ — sem auk þess að flytja þá merk- ingu sem í orðunum býr hefur það hlutverk að loka kafla. Megin- munurinn er sá að hjá Eliot fylgir rímið ekki lengur ströngum reglum eins og hjá Stefáni, það er valkostur, listbragð. Myndmálið hjá Stefáni kemur fram í beinum (sjónrænum) mynd- um (svanir á flugi, glóandi sólin) eða einföldum myndhverfingum (löngun leiðir barn við hönd sér, mælandi finnur heiðríkju vorsins í hjarta sér, nóttin svarta er dáin). Hann notar tvívegis stílbragðið ávarp (sem er fornt en tíðkaðist hvað mest á tíma rómantísku stefnunnar): talar til hugtaka (löngunar, vorsólar) sem persónur væru. Hjá Eliot er myndmálið sýnu fjörugra, myndhverfingar og samlíkingar eru harla nýstárlegar og ólíkar þeim sem tíðkast í daglegu máli: Kvöldið [borg- in að kvöldlagi] liggur flatt undir himninum eins og sjúklingur í svefndái á skurðarborði;6 göturnar eru eins og lymskuleg leiðindarök sem krefja mann svara; og alltumlykjandi þokan er sýnd í líki flæk- ingskattar. Einn munur er athyglisverður enn. Ljóðið „Vorsól“ er allt steypt í sama mót, í því ríkir sami hugblær frá upphafi til enda, það er ‚lífræn heild‘ eins og sagt var á rómantíska tímanum í Bretlandi og lengi síðan að skáldverk ættu að vera. Í „Prufrock“ er hugblærinn hinsveg- ar ekki samfelldur, öðru nær. Farið er úr einni tóntegund í aðra og hugblærinn breytist þegar minnst varir eins og enn betur sést þegar lengra líður á kvæðið. Rússneski málvísindamaðurinn Roman Jakobson, sem starfaði lengi í Bandaríkjunum, hélt því fram að helsta einkenni ljóðlistar væri 6 Myndin er varla einræð en ég hef alltaf skilið hana svo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.