Són - 01.01.2005, Qupperneq 90
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON90
„Vorsól“ er með afbrigðum samræmisfull smíð, bragurinn reglu-
legur (fjórir hnígandi tvíliðir í línu nema stúfur í 4. og 6. línu), rím-
mynstrið einfalt og formfast (AAAbAb), og endurtekið kvenrím
stuðlar að því flæði sem er einkennandi fyrir ljóðið. Jafnvel ljóðstafa-
setningin er venju fremur regluleg (síðstuðlun undantekningalítið). Hjá
Eliot má hinsvegar tala um upplausn bragformsins þó enn séu reynd-
ar leifar af því eftir. Ljóðlínur eru mjög misjafnar að lengd, frá
tveimur upp í sex áhersluatkvæði („Let us go, through certain half-
deserted streets, / The muttering retreats“), en þó eru einar sex
þeirra alveg regluleg stakhenda (jambískur fimmliðaháttur) og fleiri
nálægt því að vera það. Bragliðir eru einnig ójafnir og hrynjandin því
misgeng. Rímið bindur víða tvær línur saman, en aðrar eru stakar, allt
rím er karlrím nema „is it | visit“ — sem auk þess að flytja þá merk-
ingu sem í orðunum býr hefur það hlutverk að loka kafla. Megin-
munurinn er sá að hjá Eliot fylgir rímið ekki lengur ströngum reglum
eins og hjá Stefáni, það er valkostur, listbragð.
Myndmálið hjá Stefáni kemur fram í beinum (sjónrænum) mynd-
um (svanir á flugi, glóandi sólin) eða einföldum myndhverfingum
(löngun leiðir barn við hönd sér, mælandi finnur heiðríkju vorsins í
hjarta sér, nóttin svarta er dáin). Hann notar tvívegis stílbragðið ávarp
(sem er fornt en tíðkaðist hvað mest á tíma rómantísku stefnunnar):
talar til hugtaka (löngunar, vorsólar) sem persónur væru. Hjá Eliot er
myndmálið sýnu fjörugra, myndhverfingar og samlíkingar eru harla
nýstárlegar og ólíkar þeim sem tíðkast í daglegu máli: Kvöldið [borg-
in að kvöldlagi] liggur flatt undir himninum eins og sjúklingur í
svefndái á skurðarborði;6 göturnar eru eins og lymskuleg leiðindarök
sem krefja mann svara; og alltumlykjandi þokan er sýnd í líki flæk-
ingskattar.
Einn munur er athyglisverður enn. Ljóðið „Vorsól“ er allt steypt í
sama mót, í því ríkir sami hugblær frá upphafi til enda, það er ‚lífræn
heild‘ eins og sagt var á rómantíska tímanum í Bretlandi og lengi
síðan að skáldverk ættu að vera. Í „Prufrock“ er hugblærinn hinsveg-
ar ekki samfelldur, öðru nær. Farið er úr einni tóntegund í aðra og
hugblærinn breytist þegar minnst varir eins og enn betur sést þegar
lengra líður á kvæðið.
Rússneski málvísindamaðurinn Roman Jakobson, sem starfaði
lengi í Bandaríkjunum, hélt því fram að helsta einkenni ljóðlistar væri
6 Myndin er varla einræð en ég hef alltaf skilið hana svo.