Són - 01.01.2005, Blaðsíða 32
GUÐRÚN ÁSA GRÍMSDÓTTIR32
um 1600, nú varðveittar í brotum í handritasafni Árna Magnússon-
ar á Íslandi; annarsvegar í bókarslitri undir markinu AM 720 a IX
4to og hinsvegar í heillegri kvæðabók undir markinu AM 720 b 4to.
Hvor gerð hefir sitt heiti á kvæðinu og nokkur orðamunur er sum-
staðar milli gerða, en kvæðið er samt að efni og hugsun í hvorri-
tveggja.
Í kvæðið í AM 720 a IX 4to vantar miðbik, en upphaf og endir eru
varðveitt á tveimur blöðum, alls 28 erindi sem ná yfir tvær og hálfa
blaðsíðu. Kvæðið hefst fyrirsagnarlaust efst á fremsta blaði og er
hugsanlegt að fyrsta erindi þessarar gerðar vanti, því að upphafs-
erindi þess samsvarar 2. erindi í hinni gerðinni. Í 27. erindi segir að
menn kalli kvæðið Barngæludikt og er því heiti haldið hér.
Í AM 720 b 4to er kvæðið á þremur blöðum (bl. 6v–8v), nær heilt,
93 erindi sem ná yfir fimm blaðsíður. Skinnlag er rifið á einu blaði
ofanverðu og því eru örlítil skörð í texta sem gerð er grein fyrir hér
aftar í skýringum (bls. 56–57). Fyrirsögn er „Barngiælvr.“ Í 92. erindi
segir að menn kalli kvæðið Barngælubálk og er því heiti haldið hér.
Uppskrift kvæðisins, gerð á pappír á 18. öld eftir síðarnefnda hand-
ritinu með hliðsjón af því fyrrnefnda, er í kveri í safnhandriti úr
fórum Jóns Sigurðssonar, nú merkt JS 531 4to. Fyrirsögn þar er
„Barnagiælr“. Lítið eitt nánari greinargerð fyrir varðveislu kvæðisins
er sett hér í eftirmála (bls. 51–55).
Að svo miklu leyti sem gerðirnar eru samhljóða er upphafserind-
um skipað á þann hátt að 1.–7. erindi í Barngæludikti samsvara 2.–6.
og 8.–9. erindi í Barngælubálki. Þá riðlast röðin uns kemur að niður-
lagi, þá samsvara 23.–28. erindi í Barngæludikti 88.–93. erindi í
Barngælubálki. Í skýringum hér aftar (bls. 55–56) er nánar bent á
hvaða erindi í Barnagæludikti eiga samsvaranir í Barngælubálki. Ólíkt
orðalag í gerðunum mun stafa af ýmsu, líklega helst ákveðnum
breytingum flytjenda eða skrifara, enda vísast að kvæðið hafi verið
haft fyrir meybörnum kynslóð eftir kynslóð. Fleiri atriði koma til
sem orðamun valda, svo sem misminni, mislestur, misheyrn ellegar
uppskriftarvillur. Þvílíkur munur er á gerðunum tveimur að útilok-
að er að önnur uppskriftin sé gerð eftir hinni á hvorn veg sem litið
er, og fullvíst má telja að hvorug uppskriftin sé frumrit. Ekki verður
úr því skorið hvort uppskriftirnar á skinnblöðunum hafi verið gerð-
ar eftir handritum, minni skrifara ellegar hafðar eftir þeim sem
kunnu, kannski söngmæðrum sem svo heita meðal Sedufólks í suð-
austanverðu Eistlandi og gætu hafa verið til hérlendis þótt um þær sé