Són - 01.01.2005, Blaðsíða 24
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR24
þeir síðarnefndu á orðaáherslu.47 Það kemur þó ekki í veg fyrir
áberandi líkindi í hrynjandi, þrátt fyrir að setningaáhersla í brag
hafi í för með sér að fjöldi áherslulausra atkvæða verður misjafn
eftir braglínum og sömuleiðis staða þeirra. Til að mynda er tiltölu-
lega einfalt að brjóta vísuorð Eddu upp í einingar, sambærilegar við
bragliði í nútímaferhendum, sbr.: „Hljóðs bið ek | allar | <helgar> |
kindir“. Nokkuð erfiðari er langlínan: „er þ[á] Véa ok | Vilia | léztu
þér, Viðris | kvæn“. Hins vegar er forliður, ásamt fleiri en einu
áherslulausu atkvæði í braglið og áherslu á sérkennilegum stöðum,
ekki sjaldgæft fyrirbæri í rímnaháttum. Meðal lausavísna frá 14.–16.
öld eru allnokkur dæmi þess, sbr.:
(13) Bragfrelsi í rímnaháttum
Í | fjósinu | er svo | fámann|legt
fyrir | fríða | auðar | lunda;
fyrir hann | klunna | er það | kostu|legt,
því hann | kann ei | betra að | stunda.
Það er mitt | skap að | skafa | þig,
af því | skjálgur | ertu með | laufa | lag.
Sætur | tala af | sínum | hag.
Þær | sáu eigi | soddan | penna | nag.48
Í þessum vísum eru ósjaldan þrjú atkvæði í braglið (þessir bragliðir
eru undirstrikaðir í texta hér að ofan) og einu sinni virðast þau
fjögur.49 Það sem vekur einnig athygli eru margir og langir forliðir, oft
tvö atkvæði;50 slíkt er ekki að finna í dróttkvæðum að fornu. Þessar
47 Sbr.: Kristján Árnason (2002:43 og áfram).
48 Fyrri vísan: AM 604 f 4to (Staðarhólsbók), bls. 9. Reyndar ríma fámannligt og kostu-
ligt í texta handritsins. Framsetning og leturbreyting er mín í þessari og næstu vísu
—YSH. Seinni vísan: AM 510 4to, 91v–92r. Báðar vísurnar og bæði handritin eru
frá miðri 16. öld, trúlega með hendi vestfirðsku feðganna Jóns, Ara eða Tómasar.
Rím í 1. vísuorði seinni vísunnar er óreglulegt en 4. vísuorð er ofstuðlað.
49 Sbr. 4. vísuorð í seinni vísunni; framburðurinn sáu ei er þó ekki útilokaður.
50 Gert er ráð fyrir því að fyrir sé borið fram fyr(r), annars væri forliðurinn í 3.
vísuorði þrjú atkvæði. Skipting vísunnar í bragliði skýrist af stuðlasetningu en
höfuðstafur er ávallt í fyrsta braglið. Þess ber að geta að forliður er þekktur í
rímum allt frá byrjun, sbr. meðal annars Ólafs rímu Haraldssonar í Rímnasafni
I (1905:1 og áfram, erindi 3–7, 10, 12, 18–19, 21–22 og svo framvegis).