Són - 01.01.2005, Blaðsíða 26
YELENA SESSELJA HELGADÓTTIR26
kenningum miðaldaskálda:54 munurinn liggur bæði í formi (í blóm-
uðu máli stendur aðalorð í eignarfalli en stýriorð í nefnifalli, gagnstætt
skipaninni í dróttkvæðum kenningum) og í því að metafóra, sem er
víða viðurkennd sem skilyrði fyrir tilveru kenninga, er að jafnaði ekki
til staðar í blómuðu máli. Í eddukvæðum er hins vegar að finna þá
tegund myndmáls sem minnir mest á blómað mál: nafnorðseinkunn
(e. substantival epithet).55 Nafnorðseinkunn, þekkt í fornum eddukveð-
skap, gæti hafa verið góð sáðjörð fyrir blómað mál, sem var flutt inn
frá meginlandinu, líkt og edduhættirnir sjálfir gætu hafa verið góður
jarðvegur fyrir erlend bragfræðileg áhrif.
Það má draga þá ályktun að edduhættir hafi verið heppileg íslensk
fyrirmynd fyrir erlendar nýjungar sem komu fram í íslenskum kveð-
skap á 14.–16. öld, bæði í hrynjandi og í myndmáli. Rímnahættir
fengu vitaskuld margt frá dróttkvæðum háttum og einkum hryn-
hendu sem hafði fjórskiptan takt, stuðlun á líkum stöðum og var í
rímnaháttum allt frá upphafi og ekki síst einfaldara myndmál. Eddu-
hættir og hrynhenda virðast enn fremur hafa átt meiri þátt en drótt-
kvæðir hættir í því að undirbúa jarðveginn fyrir erlend áhrif, bæði í
hrynjandi og myndmáli. Það má segja að edduhættir hafi ekki vikið
fyrir rímnaháttum heldur horfið inn í rímnahætti auk þess að þeir lifðu
áfram í lengri kvæðum.
54 Kenningar miðaldaskálda og blómað mál útilokuðu þó ekki hvort annað á 14. öld.
Dæmi um blómað mál eru allnokkur í kveðskap skálda á þeim tíma, einkum þó í
hrynhendum kveðskap. Því þykir sennilegt að það sem rímur erfðu af myndmáli
miðaldaskálda hafi einnig að mestu komið frá hrynhendu.
55 Dæmi um nafnorðseinkunn eru fyrri hluti orðasamsetninga eins og geir-Niflungr og
vig-bÄnd. Olga Smirnítskaja (1994 (I):400 og áfram) fjallar um samsetningar með
nafnorðseinkunn í smáatriðum. Hér er ekki vettvangur til að gera skil athugun
minni á nafnorðseinkunnum og blómuðu máli nema í stuttu máli. Í samsetningum
með nafnorðseinkunn er engin metafóra (ólíkt kenningum en líkt blómuðu máli)
en nafnorðseinkunn er ekki heldur venjuleg einkunn, hún gefur okkur ekki beina
merkingu og nánari lýsingu (líkt og lýsingarorð) heldur alls kyns merkingar-
blæbrigði, þ.e. gefur merkinguna í skynorðseinkunnum og blómað mál fást, ólíkt
kenningum, aðallega við lýsingu á óhlutbundnum hugtökum. Af þessu má álykta
að það sé ekki ósennilegt að nafnorðseinkunnir, ásamt öðrum einingum myndmáls
eddukvæða, hafi gert íslenskum skáldum auðveldara að tileinka sér og þróa með
sér blómað mál í rímum.