Són - 01.01.2005, Blaðsíða 47
JÓÐMÆLI 47
62 Göfug, er þá
hætt að getast muni
líkþráir menn,
ljúfust kvenna,
og djöfulóðir,
dregla nauma,
sem eð beiska eitur,
brúður, þú forðist.
63 Vertu ráðholl
við rekka lið
rektu frá þér
rógsmenn alla,
en sundurþykki
sættu jafnliga
og gakk þeirra
vel á millum.
64 Hlýð þú aldri
á hvískurmæli
þó þér bragnar
beri að eyrum,
satt skaltu jafnan
segja öðrum,
leik þér aldri
að lygimálum.
65 Deilur skaltu
drjúgum forðast
og við orð varga
öngu býta,
þrættu aldri
við þrálátan
af kappi mjög,
það er krankt harðla.
66 Faðir himnanna,
formaður allra,
firri mey þessa
meinum öllum
og verði þinn
vörður og brynja
fyrir andskotans
illum skeytum.
67 Engi skyldi ýta
ofmjög stunda
æfi sína
nema elska guð,
og ónýtur
aldri sitja
svo að iðjulaus
enginn finnist.
68 Forðast skaltu,
friðlundað jóð,
bragna þá alla
sem bann gjöra
nema vísir þeim
á veg réttan,
það er, þorngrund,
þörf hin mesta.
69 Sæl vertu aldri,
vífið unga,
þeirra sekta
sem svo gjöra,
sjálfir þeir kynda
eld eilífan
sinni sálu
sem svo syndgast.
70 Boðorð drottins
bið eg þú haldir,
brúðurin unga,
best af öllum hug
elska þú hann
sem eg áður sagði
en seggi aðra
sem sjálfa þig.